Hugur Andlegir hæfileikar; meðvitað afl hugsunar. Þjóna honum af öllu hjarta og fúsu geði, 1 Kro 28:9. Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, Matt 22:37. Það er dauði að vera holdlega sinnaður, en eilíft líf að vera andlega sinnaður, 2 Ne 9:39. Þá kom rödd Drottins í huga minn, Enos 1:10. Orðið hafði kröftugri áhrif á huga fólksins en sverðið, Al 31:5. Ég mun segja þér í huga þínum, K&S 8:2. Kanna það vel í huga þínum, K&S 9:8. Látið hátíðleika eilífðarinnar hvíla í hugum yðar, K&S 43:34. Hugur yðar hefur áður fyrr verið í myrkri, K&S 84:54. Gangið snemma til hvílu, rísið árla úr rekkju, svo að líkami yðar og hugur glæðist, K&S 88:124. Satan þekkti ekki huga Guðs, HDP Móse 4:6. Drottinn nefndi þjóð sína Síon, vegna þess að hugur hennar og hjarta voru eitt, HDP Móse 7:18.