Ester
Kona mikillar trúar og höfuðpersónan í Esterarbók.
Esterarbók
Bók í Gamla testamenti sem hefur að geyma söguna um mikið hugrekki Esterar drottningar við að bjarga þjóð sinni frá tortímingu.
Kapítular 1–2 segja frá hvernig Ester, Gyðingakona og uppeldisdóttir Gyðings að nafni Mordekai, var valin drottning Persa vegna fegurðar sinnar. Kapítuli 3 segir frá því að Haman, æðstur í hirð konungs, hataði Mordekai og varð sér úti um fyrirskipun um líflát Gyðingaþjóðarinnar. Kapítular 4–10 greina hvernig Ester tók mikla persónulega áhættu, sagði konungi hverrar þjóðar hún væri og fékk fyrirskipuninni aflétt.