Altari Sjá einnig Fórn Upphækkun, t.d. pallur, notuð til fórna, fórnfæringa og tilbeiðslu. Nói reisti Drottni altari og bauð fram brennifórnir, 1 Mós 8:20. Abram reisti Drottni altari, 1 Mós 12:7–8. Abraham batt son sinn Ísak á altarið, 1 Mós 22:9 (1 Mós 22:1–13). Jakob reisti þar altari og kallaði staðinn El-Betel, 1 Mós 35:6–7. Elía reisti altari og skoraði á Baalpresta, 1 Kon 18:17–40. Ef þú færir fórn þína á altarið, far þá fyrst að sættast við bróður þinn, Matt 5:23–24. Ég sá undir altarinu sálir þeirra manna sem drepnir höfðu verið sakir Guðs orðs, Op 6:9 (K&S 135:7). Lehí reisti altari úr grjóti og flutti Guði þakkir, 1 Ne 2:7. Abraham var forðað frá dauða á altari Elkena, Abr 1:8–20.