Háprestur
Embætti í prestdæminu. Í ritningunum er talað um hápresta í tvennum skilningi: (1) embætti í prestdæmi Melkísedeks; og (2) undir Móselögum, yfirmaður Aronsprestdæmis.
Fyrri merkingin á við Jesú Krist sem hinn mikla háprest. Adam og allir ættfeðurnir voru háprestar. Nú á tímum mynda þrír starfandi háprestar forsætisráð kirkjunnar og eru í forsæti fyrir öllum öðrum prestdæmishöfum og meðlimum kirkjunnar. Fleiri verðugir menn eru vígðir háprestar eftir þörfum í kirkjunni í dag. Hápresta má kalla, setja í embætti og vígja til biskups (K&S 68:19; 107:69–71).
Samkvæmt síðari merkingunni, undir Móselögum, var yfirmaður Aronsprestdæmis nefndur æðsti prestur. Embættið gekk í arf til frumburðar í fjölskyldu Arons, en Aron varð sjálfur fyrstur til að gegna embætti æðsta prests Aronsprestdæmis (2 Mós 28–29; 3 Mós 8; K&S 84:18).