Námshjálp
Samverjar


Samverjar

Þjóð sem Biblían greinir frá og bjó í Samaríu eftir að nyrðra konungsríki Ísraels féll undir Assýríumenn. Samverjar voru blanda Ísraelsmanna og Þjóðanna. Trú þeirra var blanda gyðinglegs og heiðins átrúnaðar og athafna. Dæmisagan um miskunnsama Samverjann í Lúkasi 10:25–37 sýnir hatur Gyðinga í garð Samverja vegna þess að þeir höfðu horfið frá trú Ísraelsmanna. Drottinn bauð postulunum að kenna Samverjum fagnaðarerindið (Post 1:6–8). Páll kenndi með árangri fagnaðarerindi Jesú Krists meðal þjóðar Samaríu og vann meðal þeirra mörg kraftaverk (Post 8:5–39).