Sameiningarreglan Sjá einnig Helgun, helgunarlögmál Skipulag sem hinir heilögu í upphafi hinnar endurreistu kirkju reyndu að beita við framkvæmd helgunarlögmálsins. Einstaklingar skiptu með sér eignum, vörum og ágóða, tóku við þessum verðmætum samkvæmt þörf og nauðsyn (K&S 51:3; 78:1–15; 104). Þér skuluð vera jafnir í stundlegum efnum, K&S 70:14. Hinir heilögu áttu að skipuleggja sig þannig að þeir væru jafnir að jarðneskum efnum, K&S 78:3–11 (K&S 82:17–20). Drottinn gaf opinberun og fyrirmæli varðandi sameiningarregluna, K&S 92:1. Æskilegt er að John Johnson verði meðlimur sameiningarreglunnar, K&S 96:6–9. Drottinn gaf almennar reglur um framkvæmd sameiningarreglunnar, K&S 104. Fólk mitt er ekki sameinað á þann hátt, sem lögmál himneska ríkisins krefst, K&S 105:1–13.