Fyrsta sýnin
Birting Guðs föður og sonar hans Jesú Krists í sýn Josephs Smith í trjálundinum.
Vorið 1820 var Joseph Smith yngri á fimmtánda ári. Hann bjó hjá fjölskyldu sinni í bænum Palmyra í New York fylki. Skammt vestan við bæ fjölskyldunnar var lundur hávaxinna trjáa. Þangað fór Joseph til þess að spyrja Guð í bæn hver væri hin rétta kirkja. Við lestur í Biblíunni fann hann sterklega að hann yrði að leita svars við því hjá Guði (Jakbr 1:5–6). Sem svar við bæn hans birtust faðirinn og sonurinn honum og sögðu honum að ganga ekki í neina kirkju á jörðu á þeim tíma, því þær væru allar rangar (JS — S 1:15–20). Þessi helga reynsla varð upphaf atburða sem leiddu til endurreisnar fagnaðarerindisins og hinnar sönnu kirkju Krists.