Uppreisn Sjá einnig Djöfull; Fráhvarf; Mögla; Synd Að ögra Drottni eða rísa gegn honum, þar með talið að neita að fylgja útvöldum leiðtogum hans og óhlýðnast boðorðum hans vitandi vits. Gjörið aðeins ekki uppreisn gegn Drottni, 4 Mós 14:9. Uppreisnarmaðurinn hyggur á illt eitt, Okv 17:11. Vei hinum þverúðugu börnum, Jes 30:1. Drottinn endurleysir engan þann sem rís gegn honum og deyr í syndum sínum, Mósía 15:26. Amlikítar gjörðu ódulbúna uppreisn gegn Guði, Al 3:18–19. Mikil sorg mun nísta hina mótþróafullu, K&S 1:3. Reiði Drottins er tendruð gegn hinum uppreisnargjörnu, K&S 56:1 (K&S 63:1–6). Satan reis gegn Guði, HDP Móse 4:3.