Námshjálp
Fasta


Fasta

Að sleppa af frjálsum og fúsum vilja mat og drykk í þeim tilgangi að nálgast Drottin og sækjast eftir blessunum hans. Þegar einstaklingar eða hópar fasta ættu þeir einnig að biðjast fyrir til að öðlast skilning á vilja Drottins og efla andlegan styrk sinn. Fasta hefur ætíð verið iðkuð af sanntrúuðum.

Einn hvíldardagur í mánuði hverjum er ætlaður fyrir föstu í kirkjunni nú á dögum. Þá neita meðlimir kirkjunnar sér um fæðu og vatn í ákveðinn tíma. Síðan leggja þeir fram til kirkjunnar þá peningaupphæð sem þeir hefðu ella eytt vegna þessarra máltíða. Þetta fé er nefnt föstufórn. Kirkjan notar föstufórnina til aðstoðar fátækum og nauðstöddum.