Námshjálp
Páll


Páll

Postuli, í Nýja testamentinu. Hebreskt nafn Páls var Sál og hann gekk undir því nafni uns hann hóf að prédika meðal Þjóðanna. Hann hafði áður ofsótt kirkjuna en snerist til sannleikans eftir að hafa séð Jesú Krist í sýn. Páll fór þrjár miklar kristniboðsferðir og reit mörg bréf til hinna heilögu. Fjórtán þessara bréfa mynda nú hluta Nýja testamentisins. Hann var að lokum fluttur fanginn til Rómar og deyddur þar, líklega vorið 65 e.Kr.