Upphafning Sjá einnig Eilíft líf; Friðþægja, friðþæging; Himnesk dýrð; Kóróna; Maður, menn — Maður, með möguleika til að verða líkur himneskum föður Æðsta stig hamingju og dýrðar í himneska ríkinu. Gleðignótt er fyrir augliti þínu, Sálm 16:11. Þeir eru guðir, já synir Guðs — þess vegna eru allir hlutir þeirra, K&S 76:58–59. Hinir heilögu hljóta arf sinn og munu gerðir jafnir honum, K&S 88:107. Þessir englar fóru ekki eftir lögmáli mínu; þess vegna verða þeir aðskildir og einhleypir, án upphafningar, K&S 132:17. Menn og konur verða að giftast eftir lögmáli Guðs til að öðlast upphafningu, K&S 132:19–20. Þröngt er hliðið og mjór er vegurinn, sem liggur að upphafningu, K&S 132:22–23. Abraham, Ísak og Jakob hafa gengið inn til upphafningar sinnar, K&S 132:29, 37. Ég innsigla þér upphafningu þína, K&S 132:49.