Mósía, sonur Benjamíns
Réttlátur konungur Nefíta og spámaður í Mormónsbók. Mósía fylgdi í fótspor réttláts föður síns (Mósía 6:4–7). Hann þýddi gulltöflurnar tuttugu og fjórar, heimildaskrá Jaredíta (Mósía 28:17).
Bók Mósía
Bók í Mormónsbók. Kapítular 1–6 geyma kraftmikla prédikun Benjamíns konungs til þjóðar sinnar. Andi Drottins snart hjörtu þeirra og fólkið snerist til trúar og fann ekki til löngunar til að gjöra rangt. Kapítular 7–8 segja frá hópi Nefíta sem tekið höfðu sér setu í landi Lamaníta. Leitarflokkur var sendur til að leita þeirra. Ammon, foringi leitarflokksins, fann þá og kynntist sögu þeirra undir áþján Lamaníta. Kapítular 9–24 lýsa áþjáninni og hvernig leiðtogar þeirra — Seniff, Nóa og Limí — lifðu undir yfirráðum Lamaníta. Einnig er sagt frá píslarvætti spámannsins Abinadí. Alma snerist til trúar við réttarhöldin yfir Abinadí. Kapítular 25–28 segja söguna af því hvernig sonur Alma og fjórir synir Mósía konungs snerust til trúar. Í kapítula 29 leggur Mósía til að kerfi dómara taki við af konungunum. Alma sonur Alma var kjörinn fyrsti yfirdómarinn.