Trúboðsverk Sjá einnig Fagnaðarerindi; Prédika Að deila fagnaðarerindi Jesú Krists með öðrum í orði og verki. Hve yndislegir eru á fjöllunum fætur fagnaðarboðans, Jes 52:7. Ég mun bæði leita sauða minna og annast þá, Esek 34:11. Boðið fagnaðarerindið hverri skepnu, Mark 16:15 (Morm 9:22). Akrarnir eru þegar hvítir til uppskeru, Jóh 4:35. Hver getur prédikað, nema hann sé sendur, Róm 10:15. Kennum þeim orð Guðs af kostgæfni, Jakob 1:19. Drottinn leyfir öllum þjóðum að kenna orð hans, Al 29:8. Að hinir veiku og einföldu fái boðað fagnaðarerindið, K&S 1:23. Undursamlegt verk er að hefjast, K&S 4:1. Ef þér erfiðið alla yðar daga og leiðið eina sál til mín, hversu mikil skal þá gleði yðar verða, K&S 18:15. Mínir kjörnu heyra raust mína og herða eigi hjörtu sín, K&S 29:7. Farið tveir og tveir saman og prédikið fagnaðarerindi mitt, K&S 42:6. Hljómurinn verður að berast frá þessum stað, K&S 58:64. Ljúkið upp munni yðar og boðið fagnaðarerindi mitt, K&S 71:1. Kunngjörið sannleikann í samræmi við opinberanirnar og boðin, K&S 75:4. Hverjum manni, sem fengið hefur viðvörun, ber að aðvara náunga sinn, K&S 88:81 (K&S 38:40–41). Drottinn mun annast fjölskyldur þeirra sem prédika fagnaðarerindið, K&S 118:3. Þjónar Guðs munu ganga fram, K&S 133:38. Staðfastir öldungar halda áfram verki sínu, eftir að þeir hafa yfirgefið hið dauðlega líf, K&S 138:57.