Námshjálp
Dómarabókin


Dómarabókin

Bók í Gamla testamentinu. Dómarabókin fjallar um Ísraelíta frá dauða Jósúa fram að fæðingu Samúels.

Kapítular 1–4 eru formáli að bókinni í heild. Þeir útskýra að vegna þess að Ísraelítar ráku ekki óvini sína brott (Dóm 1:16–35), verða þeir að taka afleiðingunum: Hnignun trúar, mægðum við vantrúaða og skurðgoðadýrkun. Kapítular 4–5 segja frá lífi Debóru og Baraks, sem leystu Ísrelíta undan Kanaanítum. Kapítular 6–8 eru trúarstyrkjandi reynsla Gídeons, sem Drottinn blessaði til að bjarga Ísrael frá Midíanítum. Í Kapítulum 9–12 þjóna ýmsir mismunandi menn sem dómarar í Ísrael, á tíma þegar flestir í Ísrael voru fráhverfir og undir stjórn erlendra leiðtoga. Kapítular 13–16 segja frá komu og falli síðasta dómarans, Samsonar. Lokakaflana, 17–21, má kalla viðauka sem gefur innsýn í djúpstæðar syndir Ísraels.