Trúnaður Sjá einnig Átrúnaður; Treysta; Trú, trúa Að hafa fullvissu, trú, traust og átrúnað á einhverju, sérstaklega Guði og Jesú Kristi. Betra er að leita hælis hjá Drottni en að treysta mönnum, Sálm 118:8. Drottinn mun vera athvarf þitt, Okv 3:26. Eigum djörfung þegar Kristur kemur, 1 Jóh 2:28. Hinir ranglátu Nefítar glötuðu trúnaðartrausti barna sinna, Jakob 2:35. Þá mun traust þitt vaxa og styrkjast í návist Guðs, K&S 121:45.