Upphaf Sjá einnig Fortilvera; Jesús Kristur; Skapa, sköpun Vísar almennt til tímans fyrir þetta jarðlíf — það er, til fortilveru. Stundum er Jesús Kristur kallaður upphafið. Í upphafi skapaði Guð himin og jörð, 1 Mós 1:1 (HDP Móse 2:1). Í upphafi var orðið, Jóh 1:1. Ég er Alfa og Ómega, upphafið og endirinn, 3 Ne 9:18. Kristur er upphafið og endirinn, K&S 19:1. Þetta er nýr og ævarandi sáttmáli, einmitt sá sem var frá upphafi, K&S 22:1. Maðurinn var í upphafi hjá Guði, K&S 93:23, 29. Miklir og göfugir andar voru í upphafi útvaldir til að verða stjórnendur, K&S 138:55. Minn eingetni var með mér frá upphafi, HDP Móse 2:26.