Brigham Young Postuli snemma á þessum ráðstöfunartíma og annar forseti Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Hann leiddi hina heilögu vestur frá Nauvoo, Illinois, til Saltvatnsdals og var mikilvirkur nýlendustofnandi í vesturhluta Bandaríkjanna. Brigham Young var kallaður sem forseti postulanna tólf, K&S 124:127. Brigham Young fær lof fyrir störf sín og er leystur undan ferðalögum á komandi tímum, K&S 126. Drottinn leiðbeinir Brigham Young um hversu skipuleggja skuli ferð hinna heilögu í vesturátt, K&S 136. Brigham Young var meðal útvalinna í andaheiminum, K&S 138:53.