Thomas B. Marsh
Fyrsti forseti Tólfpostulasveitarinnar eftir endurreisn kirkjunnar 1830. Hann hélt lyklum ríkisins eins og þeir heyra til hinum tólf (K&S 112:16) og árið 1838 var honum með opinberun boðið að gefa út orð Drottins (K&S 118:2). Þrítugasti og fyrsti kafli Kenningar og sáttmála beinist að honum. Marsh var vikið úr kirkjunni 1839 en var endurskírður í júlí 1857.