Hjarta Sjá einnig Endurfæddur, fæddur af Guði; Sundurkramið hjarta Tákn huga og vilja mannsins og táknræn uppspretta allra tilfinninga og skynjana. Þú skalt elska Drottin Guð þinn af öllu hjarta þínu, 5 Mós 6:5 (5 Mós 6:3–7; Matt 22:37; Lúk 10:27; K&S 59:5). Drottinn leitaði að manni eftir sínu hjarta, 1 Sam 13:14. Mennirnir líta á útlitið, en Drottinn lítur á hjartað, 1 Sam 16:7. Sá sem hefur óflekkaðar hendur og hreint hjarta fær að stíga upp á fjall Drottins og mun blessun hljóta, Sálm 24:3–5 (2 Ne 25:16). „Et og drekk!“ segir hann við þig, en hjarta hans er eigi með þér, Okv 23:7. Elía mun snúa hjörtum feðranna til barnanna og hjörtum barnanna til feðranna, Mal 4:5–6 (Lúk 1:17; K&S 2:2; 110:14–15; 138:47; JS — S 1:38–39). Sælir eru hjartahreinir, Matt 5:8 (3 Ne 12:8). Maðurinn ber fram gott eða illt úr hjarta sínu, Lúk 6:45. Fylgið syninum af hjartans einlægni, 2 Ne 31:13. Hafið þér fæðst andlega af Guði, hefur þessi gjörbreyting orðið í hjarta yðar, Al 5:14. Bjóðið mér sem fórn sundurkramið hjarta og sáriðrandi anda, 3 Ne 9:20 (3 Ne 12:19; Et 4:15; Moró 6:2). Ég mun segja þér í huga þínum og hjarta, með heilögum anda, K&S 8:2.