Lífga Sjá einnig Upprisa Að láta lifna, rísa upp, eða breyta mannveru svo að hún fái dvalið í návist Guðs. Guð endurlífgaði oss með Kristi, Ef 2:4–5 (Kól 2:6, 12–13). Kristur var deyddur að líkamanum til, en lifandi gjörður í anda, 1 Pét 3:18 (K&S 138:7). Enginn maður hefur nokkru sinni í holdinu séð Guð, nema hann sé lifandi gjörður með anda Guðs, K&S 67:11. Endurlausn sálarinnar er frá honum, sem allt lífgar, K&S 88:16–17. Hinir heilögu munu glæddir verða, og hrifnir upp til móts við Krist, K&S 88:96. Innri maður Adams lífgaðist, HDP Móse 6:65.