Sundurkramið hjarta Sjá einnig Auðmjúkur, auðmýkt; Fórn; Hjarta; Hógvær, hógværð; Iðrast, iðrun Að hafa sundurkramið hjarta er að vera auðmjúkur, sáriðrandi, fullur eftirsjár og hógvær — sem sagt, móttækilegur fyrir vilja Drottins. Ég dvel hjá þeim sem hafa lítillátan og auðmjúkan anda, Jes 57:15. Kristur færði sig fram sem fórn fyrir þá sem hafa sundurkramið hjarta og sáriðrandi anda, 2 Ne 2:7. Færðu Drottni að fórn sundurkramið hjarta og sáriðrandi anda, 3 Ne 9:20 (K&S 59:8). Aðeins þeim sem hafa sundurkramið hjarta og sáriðrandi anda er tekið á móti til skírnar, Moró 6:2. Jesús var krossfestur til fyrirgefningar synda hins sáriðrandi hjarta, K&S 21:9. Þeim, sem á sáriðrandi anda, er tekið á móti, K&S 52:15. Þeim sem eru sáriðrandi er heitið heilögum anda, K&S 55:3. Andi minn er sendur út í heiminn til að upplýsa auðmjúka og sáriðrandi, K&S 136:33.