Eitthvað sem ekki er andlegt; nákvæmar tiltekið, er orðið notað um annað hvort dauðlegt eða jarðneskt (K&S 67:10 ) eða veraldlegt, holdlegt og munúðarfullt (Mósía 16:10–12 ).
Það er dauði að vera holdlega sinnaður, 2 Ne 9:39 .
Djöfullinn mun hvetja menn til andvaraleysisdvala holdlegs öryggis, 2 Ne 28:21 .
Þeir höfðu séð sjálfa sig í viðjum holdsins, Mósía 4:2 .
Sá sem heldur fast í holdlegt eðli sitt helst í sínu fallna ástandi, Mósía 16:5 .
Allir þurfa að fæðast af Guði, hverfa úr viðjum holdlegs og fallins hlutskiptis, Mósía 27:25 .
Eðli þeirra var orðið holdlegt, munúðarfullt og djöfullegt, Al 42:10 .
Þeir sem fylgja sinni eigin hyggju og holdlegum þrám hljóta að falla, K&S 3:4 .
Enginn maður hefur nokkru sinni séð Guð með holdlegum huga, K&S 67:10–12 .