Í ritningunum er auga oft látið tákna möguleika manna til að sjá ljós Guðs. Auga manns er líka oft táknrænt um andlegt ástand og skilning á því sem Guðs er.
Vei þeim sem vitrir eru í augum sjálfra sín, 2 Ne 15:21 (Jes 5:21 ).
Þeir hófu að fasta og biðja að augu fólksins mættu opnast, Mósía 27:22 .
Satan blindaði augu þeirra, 3 Ne 2:2 .
Enginn getur haft kraft til að leiða Mormónsbók fram öðruvísi en með einbeittu augliti á dýrð Guðs, Morm 8:15 .
Með krafti andans lukust upp augu okkar og skilningur okkar upplýstist, K&S 76:12 .
Ljósið er frá honum, sem lýsir upp augu yðar, K&S 88:11 .
Sé auglit yðar einbeitt á dýrð mína, mun allur líkami yðar fyllast ljósi, K&S 88:67 .