Námshjálp
Elía


Elía

Spámaður í G.T. sem kom aftur á síðari dögum til þess að veita Joseph Smith og Oliver Cowdery lykla innsiglunarvaldsins. Á sínum dögum þjónaði Elía í nyrðra konungdæmi Ísraels (1 Kon 17–22; 2 Kon 1–2). Trú hans á Drottin var sterk og greint er frá mörgum kraftaverkum hans. Að ósk hans hindraði Guð regn í 3 ½ ár. Hann reisti dreng frá dauðum og kallaði eld af himni (1 Kon 17–18). Gyðingaþjóðin bíður enn endurkomu Elía, eins og Malakí spáði fyrir um (Mal 4:5). Hann er enn boðsgestur á páskahátíðum Gyðinga, dyr standa opnar og autt sæti bíður hans.

Nafnið eða titillinn Elías birtast með ýmsum hætti í ritningunum:

Elía

Elías er Nýja testamentis (gríska) form Elía (Hebreska), eins og í Matt 17:3–4, Lúk 4:25–26, og Jakbr 5:17. Á þessum stöðum er Elías hinn forni spámaður Elía, en frá þjónustu hans greinir í 1 og 2 Kon.

Fyrirrennari

Elías er einnig titill þess sem er fyrirrennari. Jóhannes skírari var til dæmis Elías þar sem hann var sendur til að greiða veg fyrir komu Jesú (Matt 17:12–13).

Endurreisari

Titillinn Elías hefur einnig verið gefinn öðrum sem höfðu sérstöku hlutverki að gegna, svo sem Jóhannes Opinberari (K&S 77:14) og Gabríel (Lúk 1:11–20; K&S 27:6–7; 110:12).

Spámaðurinn Joseph Smith sagði að Elía héldi innsiglunarvaldi Melkísedeksprestdæmisins og hefði verið síðastur spámanna sem það gerði fyrir tíma Jesú Krists. Hann birtist á Ummyndunarfjallinu með Móse og afhenti Pétri, Jakob og Jóhannesi lykla prestdæmisins (Matt 17:3). Hann birtist aftur með Móse og öðrum 3. apríl 1836, í Kirtland Ohio-musterinu og veitti Joseph Smith og Oliver Cowdery þessa sömu lykla (K&S 110:13–16). Allt var þetta til undirbúnings síðari komu Drottins, eins og frá greinir í Malakí 4:5–6.

Vald Elía er innsiglunarvald prestdæmisins en með því er það sem bundið er eða leyst á jörðu einnig bundið eða leyst á himni (K&S 128:8–18). Valdir þjónar Drottins á jörðu nú á dögum hafa þetta innsiglunarvald og framkvæma frelsandi helgiathafnir fagnaðarerindisins fyrir lifandi og látna (K&S 128:8).