Námshjálp
Job


Job

Í Gamla testamenti, réttlátur maður sem leið feikilegt mótlæti en hélt samt fast við trú sína á Guð. Saga hans er sögð í Jobsbók.

Jobsbók

Þrátt fyrir það að bókin fjalli um þrengingar Jobs, svarar hún ekki fullkomlega spurningunni hversvegna Job (eða hver sem er) verður að þola þjáningu og missi fjölskyldu og verðmæta. Bókin útskýrir að þrengingar stafi ekki endilega af því að viðkomandi hafi syndgað. Drottinn kann að beita mótlæti til að reyna og aga og til leiðbeiningar engu síður en refsingar (K&S 122).

Bókinni má skipta í fjóra hluta. Fyrsti og annar kapítuli eru inngangur að sögunni. Kapítular 3–31 greina frá röð umræðna Jobs og þriggja vina hans. Kapítular 32–37 hafa að geyma ræður Elíhú, fjórða vinarins, sem dæmir Job á öðrum forsendum en vinirnir þrír. Kapítular 38–42 eru bókarlok þar sem Job er fullvissaður um að lífsstefna hans hafi verið góð allt frá upphafi.

Jobsbók kennir, að ef maðurinn á rétta þekking á Guði og lifir lífi sem er Guði þóknanlegt, mun hann betur undir það búinn að takast á við erfiðleika sem hann mætir. Óbrigðul trú Jobs kemur fram í upphrópunum sem þessum: „Sjá, hann mun deyða mig — ég bíð hans“ (Job 13:15). Jobs er einnig getið í Esekíel 14:14; Jakobsbréfinu 5:11; Kenningu og sáttmálum 121:10.