Viska Sjá einnig Sannleikur; Skilningur; Þekking Hæfileikinn eða sú Guðs gjöf að dæma rétt. Menn öðlast visku af reynslu og námi og með því að fylgja ráðum Guðs. Án hjálpar Guðs hefur maðurinn ekki sanna visku (2 Ne 9:28; 27:26). Guð gaf Salómon visku, 1 Kon 4:29–30. Upphaf viskunnar er: Afla þér visku, afla þér hygginda fyrir allar eigur þínar, Okv 4:7. Sá sem aflar sér hygginda, elskar líf sitt, Okv 19:8. Jesús óx að visku, Lúk 2:40, 52. Ef einhvern yðar brestur visku, þá biðji hann Guð, Jakbr 1:5 (K&S 42:68; JS — S 1:11). Ég segi yður þetta, til þess að þér megið nema visku, Mósía 2:17. Lærðu visku á unga aldri, Al 37:35. Og muntu finna vísdóm og mikinn þekkingarauð, K&S 89:19. Sá, sem fáfróður er, nemi visku með því að auðmýkja sig og ákalla Drottin, K&S 136:32.