Pontíus Pílatus
Rómverskur stjórnandi í Júdeu, 26–36 e.Kr. (Lúk 3:1). Hann var hatursmaður Gyðingaþjóðarinnar og trúar hennar og lét lífláta a. m. k. nokkra Galíleumenn (Lúk 13:1). Jesús var ákærður og dæmdur til krossfestingar af Pílatusi (Matt 27:2, 11–26, 58–66; Mark 15; Lúk 23; Jóh 18:28–19:38).