Aron, bróðir Móse Sjá einnig Aronsprestdæmið; Móse Í Gamla testamentinu, sonur Amrams og Jókebedar af ættkvísl Levís (2 Mós 6:16–20); eldri bróðir Móse (2 Mós 7:7). Var af Drottni falið að aðstoða Móse við að leiða Ísraelsbörn út af Egyptalandi og vera talsmaður hans, 2 Mós 4:10–16, 27–31; 5:1–12:51. Á Sínaífjalli fékk Móse fyrirmæli um að veita Aron og fjórum sonum hans Aronsprestdæmið, 2 Mós 28:1–4. Gjörði gullkálf, sakir óska fólksins, 2 Mós 32:1–6, 21, 24, 35. Dó á fjallinu Hór, 123 ára, 4 Mós 20:22–29 (4 Mós 33:38–39). Drottinn veitti einnig Aron og niðjum hans prestdæmi, K&S 84:18, 26–27, 30. Þeir sem efla prestdæmisköllun sína verða synir Móse og Arons, K&S 84:33–34.