Vitna, bera vitni Sjá einnig Vitnisburður Að bera vitni með krafti heilags anda; að gefa hátíðlega yfirlýsingu um sannleika byggða á persónulegri þekkingu eða trú. Sannleiksandinn mun vitna um mig, Jóh 15:26. Hann bauð okkur að prédika og vitna, Post 10:42. Þrjú vitni munu vitna um sannleik, 2 Ne 27:12. Kraftur heilags anda kemur því til skila í hjörtum mannanna barna, 2 Ne 33:1. Ritningarnar vitna um Krist, Jakob 7:10–11 (Jóh 5:39). Ég ber yður þess vitni, að mér er vel kunnugt um, að það, sem ég hef talað um, er sannleikur, Al 5:45 (Al 34:8). Þér skuluð bera því vitni, með krafti Guðs, K&S 17:3–5. Það, sem andinn ber yður vitni um, það vil ég að þér gjörið, K&S 46:7. Ég sendi yður til að bera vitni og aðvara, K&S 88:81.