Þekking Sjá einnig Sannleikur; Skilningur; Viska Að skilja og hafa yfirsýn; einkanlega sannleikann eins og hann er kenndur eða staðfestur af heilögum anda. Drottinn er Guð, sem allt veit, 1 Sam 2:3. Drottinn er fullkominn að vísdómi, Job 37:16. Ótti Drottins er upphaf þekkingar, Okv 1:7. Fámálugur maður er hygginn, og geðrór maður er skynsamur, Okv 17:27. Jörðin verður full af þekkingu á Drottni, Jes 11:9 (2 Ne 21:9; 30:15). Þér hafið tekið brott lykil þekkingarinnar, Lúk 11:52. Kærleikur Krists gnæfir yfir alla þekkingu, Ef 3:19. Auðsýnið í trú yðar dyggð, í dyggðinni þekkingu, 2 Pét 1:5. Nefí hafði mikla þekkingu á gæsku Guðs, 1 Ne 1:1. Þeir munu öðlast þekkingu á lausnara sínum, 2 Ne 6:11. Hinir réttlátu munu hafa fullkomna vitneskju um réttlæti sitt, 2 Ne 9:14. Andinn veitir þekkingu, Al 18:35. Þekking ykkar er fullkomin á þessu, Al 32:34. Lamanítar munu leiddir til sannrar þekkingar á lausnara sínum, He 15:13. Þannig getið þér vitað með fullkominni vissu, að það er frá Guði, Moró 7:15–17. Hinir heilögu munu finna vísdóm og mikinn þekkingarauð, K&S 89:19. Hrein þekking mun stórum auka þroska sálarinnar, K&S 121:42. Fyrir þann sem fær lykla hins heilaga prestdæmis, eru engir erfiðleikar á að hljóta vitneskju um staðreyndir, K&S 128:11. Fyrir þekkingu sem við hljótum í þessu lífi stöndum við betur að vígi í komandi heimi, K&S 130:19. Ógerlegt er að maðurinn frelsist í vanþekkingu, K&S 131:6.