Námshjálp
Jehóva


Jehóva

Sáttmáls- eða eiginnafn Guðs Ísraels. Það merkir „hinn eilífi Ég er“ (2 Mós 3:14; Jóh 8:58). Jehóva er Jesús Kristur í fortilverunni og kom til jarðar sem sonur Maríu (Mósía 3:8; 15:1; 3 Ne 15:1–5). Venjulega táknar orðið Drottinn í Gamla testamentinu „Jehóva.“

Jehóva er Kristur

Jehóva var kunnur hinum fornu spámönnum (2 Mós 6:3; Abr 1:16). Páll postuli kenndi að Kristur væri Jehóva Gamla testamentis (2 Mós 17:6; 1 Kor 10:1–4). Bróðir Jareds í Mormónsbók sá Krist fortilverunnar og veitti honum lotningu (Et 3:13–15). Moróní kallaði einnig Krist „Jehóva“ (Moró 10:34). Í Kirtland-musterinu sáu Joseph Smith og Oliver Cowdery Jehóva upprisinn (K&S 110:3–4).