Ísmael, sonur Abrahams Sjá einnig Abraham; Hagar Í Gamla testamenti, sonur Abrahams og Hagar, egypskrar ambáttar Saraí (1 Mós 16:11–16). Drottinn lofaði bæði Abraham og Hagar að Ísmael yrði ættfaðir mikillar þjóðar (1 Mós 21:8–21). Sáttmálinn kom með Ísak fremur en Ísmael, 1 Mós 17:19–21 (Gal 4:22–5:1). Guð blessaði Ísmael, að hann yrði frjósamur, 1 Mós 17:20. Ísmael tók þátt í að jarða Abraham, 1 Mós 25:8–9. Tólf synir Ísmaels eru nafngreindir, 1 Mós 25:12–16. Ísmael deyr, 1 Mós 25:17–18. Esaú tók dóttur Ísmaels, Mahalat, sér fyrir konu, 1 Mós 28:9.