Fráhvarf Sjá einnig Endurreisn fagnaðarerindisins; Uppreisn Fráhvarf einstaklinga, kirkjunnar, eða heilla þjóða frá sannleikanum. Almennt fráhvarf Ísrael þurfti að varast að snúa hjarta sínu frá Drottni, 5 Mós 29:18. Þar sem engar vitranir eru, kemst fólkið á glapstigu, Okv 29:18. Þeir hafa rofið sáttmálann eilífa, Jes 24:5. Stormarnir buldu á því húsi og það féll, Matt 7:27. Mig furðar, að þér svo fljótt látið snúast til annars konar fagnaðarerindis, Gal 1:6. Þeir voru á góða veginum en villtust í þokunni, 1 Ne 8:23 (1 Ne 12:17). Eftir að hafa neytt af ávextinum lentu þeir á forboðnum vegum, 1 Ne 8:28. Fráhvarf Nefíta varð hrösunarhella þeim sem ekki voru í kirkjunni, Al 4:6–12. Margir meðlimir kirkjunnar fylltust hroka og ofsóttu aðra innan kirkjunnar, He 3:33–34 (He 4:11–13; 5:2–3). Þegar Drottinn gjörir allt fólki sínu til velfarnaðar, þá herðir það stundum hjörtu sín og gleymir honum, He 12:2; 13:38. Nefítar hertu hjörtu sín og féllu undir vald Satans, 3 Ne 2:1–3. Moróní spáði fyrir um fráhvarf á síðari dögum, Morm 8:28, 31–41. Fráhvarf verður fyrir síðari komuna, K&S 1:13–16. Fráhvarf frumkirkju Krists Þessi lýður nálgast mig með munni sínum, Jes 29:10, 13. Myrkur grúfir yfir jörðunni, Jes 60:2. Drottinn mun senda hungur eftir að heyra orð Drottins, Amos 8:11. Fram munu koma falskristar og falsspámenn, Matt 24:24. Skæðir vargar munu koma inn á yður, Post 20:29. Mig furðar, að þér svo fljótt látið snúast frá honum, Gal 1:6. Fráhvarf verður fyrir síðari komuna, 2 Þess 2:3. Sumir villast frá sannleikanum, 2 Tím 2:18. Sumir hafa á sér yfirskin guðhræðslunnar, en afneita krafti hennar, 2 Tím 3:2–5. Þann tíma mun að bera, er menn þola ekki hina heilnæmu kenning, 2 Tím 4:3–4. Falsspámenn og falskennarar verða meðal fólksins, 2 Pét 2:1. Nokkrir menn læðast inn og afneita vorum einasta Drottni og Guði, Júd 1:4. Sumir menn sögðust vera postular, en voru það ekki, Op 2:2. Nefí sá myndun voldugrar og viðurstyggilegrar kirkju, 1 Ne 13:26. Þjóðirnar hafa hrasað og reist margar kirkjur, 2 Ne 26:20. Þeir hafa vikið frá helgiathöfnum mínum og rofið ævarandi sáttmála minn, K&S 1:15. Myrkur grúfir yfir jörðunni og formyrkvar huga fólksins, K&S 112:23. Joseph Smith var sagt að öllum kirkjunum skjátlaðist; þær væru fjarri Guði í hjarta sínu, JS — S 1:19.