Hata, hatur Sjá einnig Elska, ást; Fjandskapur; Hefnd Hatur er sterk andúð á einhverjum eða einhverju. Ég, Guð, vitja misgjörða feðranna á börnum þeirra sem hata mig, 2 Mós 20:5. Sex hluti hatar Drottinn, Okv 6:16. Heimskur maður fyrirlítur móður sína, Okv 15:20. Hann var fyrirlitinn, og menn forðuðust hann, Jes 53:3. Elskið óvini yðar, Matt 5:44. Annaðhvort hatar hann annan og elskar hinn eða þýðist annan og afrækir hinn, Matt 6:24. Þér munuð hataðir af öllum vegna nafns míns, Matt 10:22. Hver sem illt gjörir hatar ljósið, Jóh 3:20. Lát engan líta smáum augum á æsku þína, 1 Tím 4:12. Vegna þess að þeir eru ríkir, fyrirlíta þeir hina snauðu, 2 Ne 9:30. Þér skuluð ekki forsmá opinberanir Guðs, Jakob 4:8. Þeir voru fylltir eilífu hatri á okkur, Jakob 7:24. Menn hafa að engu ráðleggingar Guðs og fyrirlíta orð hans, K&S 3:7. Ég var hataður og ofsóttur, fyrir að segja að ég hefði séð sýn, JS — S 1:25.