Pétur
Í Nýja testamenti, Pétur gekk upphaflega undir nafninu Símon (2 Pét 1:1), fiskimaður frá Bedsaída sem bjó í Kapernaum með konu sinni. Jesús læknaði tengdamóður Péturs (Mark 1:29–31). Pétur var ásamt Andrési bróður sínum kallaður til að gjörast lærisveinn Krists (Matt 4:18–22; Mark 1:16–18; Lúk 5:1–11). Aramískt nafn hans, Kefas, sem merkir „sjáandi“ eða „klettur,“ var honum gefið af Drottni (Jóh 1:40–42; ÞJS, Jóh 1:42 [Viðauki]). Þótt Nýja testamentið greini frá mannlegum veikleika Péturs, sýnir það einnig að hann sigraðist á honum og öðlaðist styrk fyrir trú sína á Jesú Krist
Pétur lýsti því yfir að Jesús væri Kristur og sonur Guðs (Jóh 6:68–69) og Drottinn valdi hann til að hafa lykla Guðs ríkis á jörðu (Matt 16:13–19). Á ummyndunarfjallinu sá Pétur frelsarann ummyndaðan, ásamt Móse og Elíasi (Elía) (Matt 17:1–9).
Pétur var æðstur postulanna um sína daga. Eftir dauða, upprisu og uppstigningu frelsarans, kallaði Pétur kirkjuna saman og gekkst fyrir því að kallaður væri postuli í stað Júdasar Ískaríots (Post 1:15–26). Pétur og Jóhannes læknuðu mann sem var lamaður frá fæðingu (Post 3:1–16) og voru leystir úr fangelsi með undursamlegum hætti (Post 5:11–29; 12:1–19). Með andlegri þjónustu Péturs upphófst boðun fagnaðarerindisins meðal Þjóðanna (Post 10–11). Á síðari dögum kom Pétur ásamt Jakob og Jóhannesi frá himnum og veittu þeir Joseph Smith og Oliver Cowdery Melkísedeksprestdæmið ásamt lyklum þess (K&S 27:12–13; 128:20).
Fyrra almenna bréf Péturs
Fyrra bréfið var ritað frá „Babýlón“ (líklega átt við Róm) og sent hinum heilögu þangað sem nú er nefnt Litla-Asía nokkru eftir að Neró hóf að ofsækja þá kristnu.
Kapítuli 1 fjallar um forvígt hlutverk Krists sem lausnara. Kapítular 2–3 sýna fram á að Kristur er hyrningarsteinn kirkjunnar, að hinir heilögu bera konunglegt prestdæmi og að Kristur prédikaði yfir öndunum í varðhaldi. Kapítular 4–5 útskýra hvers vegna fagnaðarerindið er boðað hinum dánu og hvers vegna öldungarnir verða að hirða um hjörðina.
Síðara almenna bréf Péturs
Kapítuli 1 hvetur hina heilögu til að kosta kapps um að gjöra köllun sína og útvalning vissa. Kapítuli 2 varar við falskennurum. Kapítuli 3 ræðir um síðari daga og endurkomu Krists.