Ótti getur haft tvær merkingar: (1) að óttast Guð er að finna til lotningar og tignandi aðdáunar á honum og fylgja boðum hans; (2) að óttast menn, lífshættu, sársauka, og það sem er illt, það er að vera hræddur við slíkt og kvíða því.
Spámenn ýttu án afláts við fólki og héldu því í ótta við Drottin, Enos 1:23 .
Alma og synir Mósía féllu til jarðar, því að ótti við Drottin kom yfir þá, Al 36:7 .
Vinnið að sáluhjálp yðar með ugg og ótta, Morm 9:27 .
Ég mun raska ró þeirra, sem ekki óttast mig, K&S 10:56 .
Sá, sem óttast mig, mun huga að táknunum fyrir komu mannssonarins, K&S 45:39 .
Synir Helamans óttuðust ekki dauðann, Al 56:46–48 .
Hræðilegur ótti við dauðann fyllir hjörtu hinna ranglátu, Morm 6:7 .
Óttast ekki það sem maðurinn getur gjört, Moró 8:16 .
Þú áttir ekki að óttast manninn meira en Guð, K&S 3:7 (K&S 30:1, 11 ; 122:9 ).
Óttist ei að gjöra gott, K&S 6:33 .
Hver sá sem tilheyrir kirkju minni þarf ekki að óttast, K&S 10:55 .
Séuð þér viðbúnir þurfið þér ekki að óttast, K&S 38:30 .
Varpið af yður ótta, K&S 67:10 .
Verið vonglaðir og óttist ei, því að ég, Drottinn, er með yður, K&S 68:6 .
Óttist ekki óvini yðar, K&S 136:17 .