María Magdalena Kona í Nýja testamenti sem gjörðist sannur lærisveinn Jesú Krists. Magdalena er dregið af Magdala (Magadan samkvæmt íslensku Biblíunni), en frá þeim stað var María. Sá staður er á vesturströnd Galíleuvatns. Hún stóð nærri krossinum, Matt 27:56 (Mark 15:40; Jóh 19:25). Hún var við greftrun Krists, Matt 27:61 (Mark 15:47). Hún var við gröfina á morgni upprisudagsins, Matt 28:1 (Mark 16:1; Lúk 24:10; Jóh 20:1, 11). Jesús birtist fyrst henni eftir upprisuna, Mark 16:9 (Jóh 20:14–18). Sjö illir andar fóru úr henni, Lúk 8:2.