Kenning og sáttmálar 2021
7.–13. júní. Kenning og sáttmálar 63: „Það sem að ofan kemur er heilagt“


„7.–13. júní. Kenning og sáttmálar 63: ,Það sem að ofan kemur er heilagt‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„7.–13. júní. Kenning og sáttmálar 63,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021

Ljósmynd
Missouri-akur

Spring Hill, Daviess-sýsla, Missouri, eftir Garth Robinson Oborn

7.–13. júní

Kenning og sáttmálar 63

„Það sem að ofan kemur er heilagt“

Drottinn sagði: „Þér meðtakið andann með bæn“ (Kenning og sáttmálar 63:64). Hugleiðið að biðja þess að andinn leiði ykkur í náminu.

Skráið hughrif ykkar

Borgarstæði Síonar hafði verið ákveðið. Kirkjuleiðtogar höfðu vitjað svæðisins og vígt það fyrir samansöfnun hinna heilögu. Saga Josephs Smith segir: „Land Síonar var nú mikilvægasta stundlega málið á dagskrá“ (Kenning og sáttmálar 63, kaflafyrirsögn). Blendnar tilfinningar voru samt varðandi Síon. Margir hinna heilögu vildu óðfúsir hefja samansöfnun í Missouri. Menn eins og Ezra Booth urðu aftur á móti fyrir vonbrigðum með land Síonar og gerðu þá skoðun sína ljósa. Þegar Joseph kom til Kirtland frá Missouri, uppgötvaði hann í raun að sundurþykkja og fráhvarf höfðu gert vart við sig í fjarveru hans. Það var við þessar aðstæður sem opinberunin í Kenningu og sáttmálum 63 veittist. Hér fjallar Drottinn um kaup á landi og flutning hinna heilögu til Missouri. Meðal slíkra hagnýtra málefna, var tímabær áminning: „Ég, Drottinn, læt raust mína hljóma og henni skal hlýtt“ (vers 5). Raust hans, vilja hans, boð hans – allt sem „að ofan kemur“ – ætti ekki að tortryggja eða fara léttilega með. Það „er heilagt og verður að segjast með gætni“ (vers 64).

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Kenning og sáttmálar 63:1–6, 32–37

Reiði Drottins er tendruð gegn hinum ranglátu og uppreisnargjörnu.

Þegar þessi opinberun veittist, tókst Joseph Smith á við mikla gagnrýni nokkurra meðlima kirkjunnar, sem höfðu snúist gegn honum (sjá „Ezra Booth and Isaac Morley,“ Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 130–36). Hver var aðvörun Drottins í Kenningu og sáttmálum 63:1–6, 32–37 varðandi „hina ranglátu og uppreisnargjörnu“? Hvernig eru slíkar aðvaranir staðfesting á kærleika Guðs?

Kenning og sáttmálar 63:7–12

Tákn veitast fyrir trú og vilja Guðs.

Tákn og kraftaverk ein og sér vekja ekki varanlega trú. Snemma árs 1831 ákvað Ezra Booth, prestur meþódista í Kirtland, að skírast, eftir að hann hafði séð Joseph Smith lækna hendi Elsu Johnson, sem var vinkona hans.

Booth brást þó trú einungis eftir fáeina mánuði og varð gagnrýninn á spámanninn. Hvernig gat það gerst, eftir að hann varð vitni að kraftaverki? Hugleiðið það við lestur Kenningar og sáttmála 63:7–12. Þið gætuð líka ígrundað afhverju sumir hljóta tákn „mönnum til góðs [og Guði] til dýrðar“ (vers 12) og aðrir hljóta þau „[sér] til fordæmingar“ (vers 11). Hvaða viðhorf haldið þið að Drottinn vilji að þið hafið til tákna, byggt á því sem þið lásuð?

Sjá einnig Matteus 16:1–4; Jóhannes 12:37; Mormón 9:10–21; Eter 12:12, 18.

Kenning og sáttmálar 63:13–23

Skírlífi merkir að ég hafi hreinar hugsanir og hreina breytni.

Flestir myndu viðurkenna að hórdómur sé rangur. Í Kenningu og sáttmálum 63:13–19 gerði frelsarinn þó ljóst að afleiðingar lostafullra hugsana væru líka andlega alvarlegar. „Hvers vegna er losti dauðasynd?“ spurði öldungur Jeffrey R. Holland. „Auk þeirra aleyðileggjandi andlegu áhrifa sem hann hefur á sál okkar, tel ég hann synd vegna þess að hann saurgar það æðsta og helgasta samband sem Guð hefur gefið okkur á jörðu – ástinni á milli karls og konu og þeirri þrá sem þau bera í brjósti, að ala börn inn í fjölskyldu sem ætlað er að vara að eilífu” („Ekkert rúm fyrir óvin sálar minnar,“ aðalráðstefna, apríl 2010).

Hvaða afleiðingar segir Drottinn í Kenningu og sáttmálum 63:13–19 koma yfir þá sem ekki iðrast ósiðsamra hugsana og breytni? Gætið að blessununum sem frelsarinn lofar í versum 20 og 23 þeim sem eru trúfastir. Hvaða blessanir hafið þið hlotið af því að lifa eftir skírlífislögmálinu? Hvernig hjálpar frelsarinn ykkur að verða eða vera áfram hrein?

Sjá einnig Kenning og sáttmálar 121:45; Linda S. Reeves, „Verðug okkar fyrirheitnu blessana,“ aðalráðstefna, október 2015.

Ljósmynd
Karl og kona við musteri

Við erum blessuð þegar við erum hrein í hugsun og breytni.

Kenning og sáttmálar 63:24–46

Drottinn veitir sínum heilögu handleiðslu í stundlegum og andlegum málefnum.

Eftir að Drottinn hafði auðkennt byggingarstað Síonar, þurftu hinir heilögu í Ohio áfram leiðsögn um hvenær skildi flytja og hvar afla ætti fés til landkaupa. Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 63:24–46, gætið þá að stundlegri og andlegri leiðsögn sem Drottinn gaf varðandi Síon. Hvaða andlegu og stundlegu leiðsögn er Drottinn að gefa ykkur?

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Kenning og sáttmálar 63:7–12.Frásögnin um Ezra Booth og brotthvarf hans úr kirkjunni, þrátt fyrir að hafa verið vitni að lækningu Elsu Johnson (sjá stutta frásögn í „Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi“ og teikningu sem fylgir þessum lexíudrögum), gæti hvatt til umræðu um kraftaverk. Ef til vill gætu fjölskyldumeðlimir ykkar rætt um kraftaverk sem hafa styrkt trú þeirra, til að mynda upplifanir fjölskyldu ykkar eða vegna ættarsögu. Hvernig iðkuðu þau nægilega trú til að þessi kraftaverk gerðust? Hvað kennir Kenning og sáttmálar 63:7–12 um tengsl trúar og kraftaverka?

Kenning og sáttmálar 63:13–19.Hvernig getum við varið okkur gegn óæskilegum áhrifum, til að mynda klámi? (Þið getið fundið mörg hjálpargögn fyrir fjölskyldur á AddressingPornography.ChurchofJesusChrist.org.) Hverjar eru blessanir þess að lifa eftir skírlífislögmálinu?

Kenning og sáttmálar 63:23.Hvernig getið þið hjálpað fjölskyldu ykkar að skilja hvernig „[leyndardómar ríkisins],“ eða sannleikur fagnaðarerindisins, eru líkir „lind lifandi vatns“? Þið gætuð t.d. farið að nálægri lind eða á (eða horft á myndband eða mynd af lind eða á). Hvernig er trúarsannleikur líkur vatni?

Kenning og sáttmálar 63:58.Hvaða aðvaranir finnum við í kafla 63? Hverjar eru sumar þeirra aðvarana sem við heyrum frá kirkjuleiðtogum okkar tíma?

Kenning og sáttmálar 63:58–64.Sýnið fjölskyldu ykkar dýrmætan fjölskyldugrip. Hvernig förum við öðruvísi með hann en annað síður dýrmætara? Hvað kennir Kenning og sáttmálar 63:58–64 okkur um hvað við getum gert til að heiðra helga hluti?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Lotning er kærleikur,“ Barnasöngbókin, 12.

Bæta persónulegt nám

Lifið eftir því sem þið lærið. „Þegar þú finnur gleðina af að skilja fagnaðarerindið, vaknar löngun eftir að tileinka sér það sem þú lærir. Kappkostaðu að lifa í samræmi við skilning þinn. Það mun styrkja trú þína, þekkingu og vitnisburð“ (Boða fagnaðarerindi mitt, 19).

Ljósmynd
Joseph Smith heldur um hönd konu.

Lækning axlar Elsu Johnson, eftir Sam Lawlor

Prenta