Kenning og sáttmálar 2021
26. júlí – 1. ágúst. Kenning og sáttmálar 84: „Kraftur guðleikans“


„26. júlí – 1. ágúst. Kenning og sáttmálar 84: ,Kraftur guðleikans,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„26. júlí – 1. ágúst. Kenning og sáttmálar 84,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021

Ljósmynd
Joseph Smith tekur á móti Melkísedeksprestdæminu

Endurreisnin, eftir Liz Lemon Swindle

26. júlí – 1. ágúst

Kenning og sáttmálar 84

„Kraftur guðleikans“

Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 84, ígrundið þá leiðsögnina um að „lifa samkvæmt sérhverju orði, sem fram gengur af Guðs munni“ (vers 44). Hvernig munuð þið lifa eftir orðum þessarar opinberunar?

Skráið hughrif ykkar

Allt frá því að prestdæmið var endurreist árið 1829, hafa Síðari daga heilagir notið blessana þessa helga kraftar. Þeir voru skírðir, staðfestir og kallaðir til að þjóna með prestdæmisvaldinu, á líkan hátt og við á okkar tíma. Að hafa aðgang að krafti prestdæmisins, er þó ekki það sama og að skilja hann til hlítar og Guð ætlaði sínum heilögu meira, sem hann vildi að þeir skildu – einkum þar sem endurreisn helgiathafna musterisins var í sjónmáli. Opinberunin sem gefin var um prestdæmið árið 1832, nú Kenning og sáttmálar 84, veitti hinum heilögu frekari skilning á eðli prestdæmisins. Við getum notið þess sama á okkar tíma. Hvað sem öllu líður, þá er margt sem læra má um hinn guðlega kraft, sem heldur „ lyklinum að þekkingu Guðs,“ sem opinberar „[kraft] guðleikans“ og býr okkur undir að „[sjá] ásjónu Guðs, já, föðurins, og [halda] lífi“ (vers 19–22).

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Kenning og sáttmálar 84:1–5, 17–28

Ég haf aðgang að krafti og blessunum prestdæmisins.

Hvað kemur í hugann þegar þið hugsið um hugtakið prestdæmi? Hversu oft hugsið þið um prestdæmið og áhrif þess á daglegt líf ykkar? Lærið Kenningu og sáttmála 84:1–5, 17–28, eftir að þið hafið ígrundað þessar spurningar og íhugið hvað Drottinn vill að þið vitið um prestdæmiskraft hans. Hvernig getið þið notað þessi vers til að lýsa prestdæminu fyrir einhverjum og útskýra tilgang þess?

Þið gætuð líka hugleitt þær helgiathafnir prestdæmisins sem þið hafið tekið þátt í. Hvernig hafið þið séð „[hinn guðlega kraft]“ (vers 20) opinberast í þeim? Hugleiðið hvað Drottinn vill að þið gerið til að hljóta aukinn kraft hans í lífi ykkar?

Sjá einnig M. Russell Ballard, „Men and Women and Priesthood Power [Karlar og konur og prestdæmið],“ Ensign, sept. 2014, 28–33; Leiðarvísir að ritningunum, „Prestdæmið,“ churchofjesuschrist.org/study/scriptures/study-helps?lang=isl.

Kenning og sáttmálar 84:31–42

Taki ég á móti Drottni og þjónum hans, hlýt ég allt sem faðirinn á.

Öldungur Paul B. Pieper kenndi: „Áhugavert er að í eiði og sáttmála prestdæmisins [Kenning og sáttmálar 84:31–42], notar Drottinn sagnirnar og orðtakið hlýtur og taka á móti. Hann notar ekki sagnorðið vígður. Það er í musterinu sem karlar og konur – saman – hljóta og taka á móti blessunum og krafti prestdæmanna tveggja, Arons og Melkísedeks“ („Revealed Realities of Mortality,“ Ensign, jan. 2016, 21).

Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 84:31–42, gætið þá að orðunum „hlýtur“ og „taka á móti.“ Ígrundið hvað í þeim kann að felast í þessu samhengi. Hvernig „[takið þið á móti]“ Drottni og þjónum hans?

Þið gætuð líka tekið eftir loforðum í þessum versum, sem tengjast eiði og sáttmála prestdæmisins, sem Guð „getur ekki rofið“ (vers 40). Hvað finnið þið sem innblæs ykkur til að taka á móti krafti föðurins, þjóna hans og prestdæmiskrafts hans af meiri trúmennsku?

Sjá einnig Leiðarvísi að ritningunum, „Sáttmáli,“ „Eiður,“ churchofjesuschrist.org/study/scriptures/study-helps?lang=isl.

Kenning og sáttmálar 84:43–58

Ég kem til Krists er ég fylgi orðum hans og hlusta á anda hans.

Að lesa ritningarnar og orð spámannanna reglubundið, er miklu meira en atriði sem merkt er við á andlegum aðgerðalista. Hvaða sannleika finnið þið í Kenningu og sáttmálum 84:43–58 sem hjálpar ykkur að skilja afhverju þið þurfið stöðugt að læra orð Guðs? Gætið að andstæðum ljóss og myrkurs í þessum versum. Hvernig hefur sú „kostgæfni [ykkar] að gefa gaum að orðum eilífs lífs,“ vakið ljós, sannleika og „[anda] Jesú Krists“ í líf ykkar? (vers 43, 45).

Sjá einnig 2. Nefí 32:3; „The Book of Mormon—Keystone of Our Religion,“ Teachings of Presidents of the Church: Ezra Taft Benson (2014), 125–35.

Ljósmynd
Kona lærir ritningarnar

Þegar ég læri ritningarnar get ég fundið áhrif andans.

Kenning og sáttmálar 84:62–91

Drottinn verður með mér þegar ég er í þjónustu hans.

Þegar þið lesið þessi vers gætuð þið gætt að því hvernig Drottinn segir sig styðja postula sína og trúboða. Hvernig gætu þessi loforð átt við um verkið sem hann hefur beðið ykkur að vinna? Hvernig hafa t.d loforðin í versi 88 uppfyllst í lífi ykkar?

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Kenning og sáttmálar 84:6–18.Eftir að þið hafið lesið um hvernig Móse hlaut prestdæmisvald sitt, gæti prestdæmishafi í fjölskyldu ykkar eða þjónustubróðir sagt frá því þegar hann var vígður í prestdæmisembætti. Hann gæti, ef mögulegt er, sagt frá og rætt um prestdæmisvaldslínu sína. Afhverju er mikilvægt að við getum rakið prestdæmisvald okkar í kirkjunni til valds Jesú Krists? Senda má beiðni um prestdæmisvaldslínu í netpósti á lineofauthority@ChurchofJesusChrist.org.

Kenning og sáttmálar 84:20–21.Hvenær hefur fjölskylda ykkar upplifað að „kraftur guðleikans“ hafi opinberast til að mynda við helgiathöfn skírnar eða sakramentis? Þið gætuð kannski rætt hvernig þessar helgiathafnir hafa fært kraft Guðs í líf ykkar? Þið gætuð líka sýnt mynd af musteri og rætt hvernig helgiathafnir musterisins veita okkur aukinn kraft til að verða líkari frelsaranum. Þið gætuð sungið söng um prestdæmið, til að mynda „Þitt ríki rís á jörð” (Barnasöngbókin, 60) og rætt hvað þessi söngur kennir um prestdæmið.

Kenning og sáttmálar 84:43–44.Þið gætuð búið til máltíð eða snakk saman og merkt hvert hráefni með orði eða orðtaki í versi 44. Af hverju er mikilvægt að öll hráefnin séu höfð með? Af hverju er mikilvægt að lifa eftir öllum orðum Guðs?

Kenning og sáttmálar 84:98–102.Hvað lærum við um Jesú Krist af hinum „nýja söng“ (vers 98) í þessum versum? Hvað getum við gert á okkar tíma til hjálpar við að koma á ástandinu sem lýst er í þessum söng?

Kenning og sáttmálar 84:106–10.Hvernig getur fjölskylda okkar „uppbyggst saman“ af gjöfum og verkum „[hvers lims]“? (verse 110).

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Þitt ríki rís á jörð,“ Barnasöngbókin, 60; sjá einnig „Hugmyndir til að bæta ritningarnám fjölskyldu ykkar.“

Bæta kennslu okkar

Hvetjið til verka og fylgið því eftir. Þegar þið bjóðið fjölskyldu ykkar að láta reyna á það sem þau læra í verki, sýnið þið þeim að fagnaðarerindið er nokkuð sem lifa á eftir, ekki aðeins ræða um. Hvað getið þið boðið þeim að gera af því sem þið hafið lært í Kenningu og sáttmálum 84?

Ljósmynd
Rómar-musterið, Ítalíu

Rómar-musterið, Ítalíu

Prenta