„9.–15. ágúst. Kenning og sáttmálar 88: ,Stofnið … hús Guðs,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)
„9.–15. ágúst. Kenning og sáttmálar 88,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021
9.–15. ágúst
Kenning og sáttmálar 88
„Stofnið … hús Guðs“
Russell M. Nelson forseti sagði: „Ég lofa ykkur því að er þið vinnið samviskusamlega að því að endurhanna heimili ykkar í það að verða miðstöð trúarfræðslu, þá munu … áhrif andstæðingsins á líf ykkar og heimili ykkar … minnka („Verum fyrirmyndar Síðari daga heilagir,” aðalráðstefna, október 2018).
Skráið hughrif ykkar
Endrum og eins veitir Drottinn okkur örlítinn skilning á sinni óendanlegu „hátign … og veldi“ (Kenning og sáttmálar 88:47), með mikilfenglegum opinberunum til spámanna sinna. Kenning og sáttmálar 88 er ein slík opinberun – um ljós og dýrð og ríki, sem gera jarðneskar áhyggjur afar ómerkilegar í samanburði. Þótt við fáum ekki skilið allt það sem Drottinn kennir okkur, getum við hið minnsta skynjað að eilífðin er langtum yfirgripsmeiri en við fáum nú skilið. Auðvitað talar Drottinn ekki um þessa miklu leyndardóma til að skelfa okkur eða vekja okkur vanmáttartilfinningu. Hann lofaði í raun: „Sá dagur mun koma er þér munuð skynja sjálfan Guð“ (vers 49; leturbreyting hér). Ef til vill var það í þessum háverðuga tilgangi sem Drottinn bauð sínum heilögu í Kirtland að stofna Skóla spámannanna. „Komið reglu á líf yðar,“ sagði hann. „Gjörið allt gagnlegt til reiðu og stofnið … hús Guðs“ (vers 119). Því í helgu húsi Guðs – og á heimilum okkar – getur hann, fremur en annarsstaðar, aukið sýn okkar handan hins jarðneska heims, „[afhjúpað ásjónu sína fyrir okkur]“ og búið okkur undir að „[standast] himneska dýrð“ (vers 68, 22).
Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi
Drottinn býður okkur von og frið.
Aðeins nokkrum dögum eftir að Drottinn hafði varað við því að „styrjöld [myndi hvolfast] yfir allar þjóðir“ (Kenning og sáttmálar 87:2), veitti hann opinberun sem Joseph Smith nefndi „,Olífulaufið,‘ … tínt af Paradísartrénu, friðarboðskapur Drottins til okkar“ (Kenning og sáttmálar 88, kaflafyrirsögn). Hvernig er þessi opinberun eins og olífulauf, hefðbundið friðartákn? (sjá einnig 1. Mósebók 8:11). Hvaða sannleikur í þessum kafla hjálpar ykkur að finna von og frið í Kristi?
Ljós og lögmál koma frá Jesú Kristi.
Hugtökin ljós og lögmál koma oft fyrir í kafla 88. Þessi hugtök hafa verið notuð í öðrum ritningum til að lýsa Jesú Kristi og fagnaðarerindi hans (sjá t.d. Jesaja 60:19; Jóhannes 1:1–9; 3. Nefí 15:9). Merkið við eða skráið vers sem þið finnið með þessum hugtökum í Kenningu og sáttmálum 88:6–67 og skráið það sem þið lærðuð um frelsarann, ljós og lögmál. Þessi vers gætu innblásið ykkur til að gera breytingar á lífi ykkar, svo þið getið verið trúfastari því að veita ljósi viðtöku og lifa eftir „[lögmáli] Krists“ (vers 21).
Sjá einnig Sharon Eubank, „Kristur: Ljósið sem lýs í myrkri,“ aðalráðstefna, apríl 2019.
Kenning og sáttmálar 88:62–126
Hafið allt gagnlegt til reiðu.
Að mörgu leyti lifum við á þeim tíma sem Drottinn lýsti þannig: „Allt verður í uppnámi. Og hjörtu mannanna munu vissulega bregðast þeim“ (Kenning og sáttmálar 88:91). Þegar við lesum vers 62–126, hugleiðið þá hvernig leiðsögn Drottins getur hjálpað við að búa ykkur undir síðari komu frelsarans. Hér eru nokkrar spurningar til hugleiðingar:
-
Vers 62–76.Hvað eruð þið hvött til að gera til að „nálgast“ Guð við íhugun þessara versa? (vers 63). Íhugið merkingu boðs Drottins fyrir ykkur um að við „[helgum okkur]“ (vers 68).
-
Vers 77–80, 118–26.Afhverju gæti það verið okkur „gagnlegt að skilja“ bæði það sem er kenningarlegt og stundlegt? (vers 78). Hvernig fylgið þið leiðsögninni um að „[sækjast] eftir fræðslu“? (vers 118). Hvað haldið þið að felist í því að læra „með námi og einnig með trú“?
-
Vers 81–116.Íhugið að gæta að spádómum um síðari komu frelsarans í þessum versum. Afhverju haldið þið að Drottinn vilji að þið þekkið þessa hluti?
-
Vers 117–26.Íhugið að lesa þessi vers með musterið í huga. Hvað finnið þið hér sem gæti verið gagnlegt við að búa sig undir inngöngu í hús Drottins?
Sjá einnig D. Todd Christofferson, „Undirbúningur fyrir síðari komu Drottins,“ aðalráðstefna, apríl 2019; David A. Bednar, „Seek Learning by Faith,“ Ensign, sept. 2007, 61–68; Saints [Heilagir], 1:164–66; „A School and an Endowment,“ Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 174–82.
Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar
-
Kenning og sáttmálar 88:14–33, 95–101.Hvað lærum við um upprisuna af þessum versum? Hvernig gæti þessi sannleikur haft áhrif á ákvarðanir okkar?
-
Kenning og sáttmálar 88:33.Þið gætuð hafið umræður um þetta vers með því að biðja fjölskyldumeðlimi að tilgreina gjafirnar sem þeim hafa verið gefnar – bæði þær sem þau veittu viðtöku með gleði og ekki. Hvernig getum við sýnt Drottni að við gleðjumst yfir gjöf himneskrar dýrðar sem hann býður okkur? Hvernig gleðjumst við í þeim „sem gjöfina gefur“?
-
Kenning og sáttmálar 88:63, 68.Í þessum versum er okkur boðið að gera eitthvað, sem gæti innblásið ykkur að hugsa upp frumlegar leiðir til að kenna börnum ykkar boðskap sem þar er. Þið gætuð t.d. farið í feluleik til að ræða orðtakið „leitið mín af kostgæfni og þér munuð finna mig“ (vers 63; leturbreyting hér).
-
Kenning og sáttmálar 88:81.Berið kennsl á einhver viðvörunarmerki á og við heimili ykkar, sem fjölskylda, svo sem viðvörunarmerkingar á lyfjum eða umferðarskilti fyrir ökumenn. Hvernig eru þessar viðvaranir okkur gagnlegar? Við hverju vill himneskur faðir að við „[aðvörum náunga okkar]“?
-
Kenning og sáttmálar 88:119.Innblásið fjölskyldu ykkar til að samræma heimili ykkar lýsingunni í versi 119, með því að reyna eitthvað þessu líkt: „Skrifið orðtök þessa vers á blaðrenninga og notið þá til að hylja mynd af musterinu. Lesið saman Kenningu og sáttmála 88:119 og látið fjölskyldumeðlimi fjarlægja blaðrenning þess orðtaks sem þau heyra lesið í versinu. Hvað getum við gert til að gera heimili okkar að „[húsi] Guðs“? (vers 119).
Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.
Tillaga að söng: „Hærra, minn Guð til þín,“ Sálmar, nr. 32.