Kenning og sáttmálar 2021
26. júlí – 1. ágúst. Kenning og sáttmálar 84: „Kraftur guðleikans“


„26. júlí – 1. ágúst. Kenning og sáttmálar 84: ,Kraftur guðleikans,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„26. júlí – 1. ágúst. Kenning og sáttmálar 84,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Ljósmynd
Joseph Smith tekur á móti Melkísedeksprestdæminu

Endurreisnin, eftir Liz Lemon Swindle

26. júlí – 1. ágúst

Kenning og sáttmálar 84

„Kraftur guðleikans“

Hvað munið þið gera til að bjóða meðlimum bekkjarins að miðla því sem þeir lærðu í Kenningu og sáttmálum 84?

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Biðjið meðlimi bekkjarins að miðla öðrum meðlim námsbekkjarins sannleika sem þeir fundu í kafla 84 sem hvetur þá til aukins skilnings á prestdæmi Guðs. Biðjið síðan nokkra að miðla námsbekknum þessu.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Kenning og sáttmálar 84:1–5, 17–28, 31–42

Við höfum öll aðgang að krafti og blessunum prestdæmisins.

  • Drottinn hefur þessa „opinberun um prestdæmið“ (Kenning og sáttmálar 84, kaflafyrirsögn) með því að kenna að musteri verði byggt í Síon (sjá vers 1–5). Hvernig getið þið hjálpað meðlimum bekkjarins að skilja sambandið milli hins helga tilgangs musterisins og prestdæmisins? Þið gætuð byrjað á því að skrifa spurningu á töfluna, líkt og Hver er tilgangur prestdæmisins? og síðan beðið meðlimi bekkjarins að leita svara í Kenningu og sáttmálum 84:17–28, 31–42. Hvernig uppfylla musteri og helgiathafnir musterisins þennan tilgang?

  • Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að skilja hvaða áhrif kraftur prestdæmisins getur haft á líf þeirra, gætuð þið beðið þá að lesa Kenningu og sáttmála 84:17–28 og íhuga á hvaða hátt líf þeirra væri öðruvísi án prestdæmis Guðs. Hvetjið þá til að segja frá því af hverju þeir eru þakklátir fyrir prestdæmið og miðla upplifunum þeirra af krafti prestdæmisins – í fjölskyldu sinni, köllun eða eigin lífi. Hvernig fáum við aðgang að krafti prestdæmisins?

  • Eiður og sáttmáli prestdæmisins (sjá Kenning og sáttmálar 84:31–42) hafa sérstaka merkingu fyrir þá sem eru vígðir prestdæmisembætti. Margar blessana prestdæmisins í þessum versum eru þó öllum tiltækar. Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að lesa vers 33–42, til að hjálpa þeim að skilja hvernig þessi loforð eiga við um þá og rætt hvernig við getum „tekið á móti“ prestdæminu (vers 35), þjónum Drottins og Drottni. Þeir gætu líka lesið tilvitnanirnar í „Fleiri heimildir,“ til að gæta að því sem við þurfum að gera til að taka á móti blessunum prestdæmisins. Þið gætuð hjálpað meðlimum bekkjarins að íhuga mögulega merkingu orðanna „allt, sem [faðirinn] á“ (vers 38), svo sem eiginleika og lífsmáta hans. Hvað annað vekur athygli okkar við þessi vers og tilvitnanir?

    Ljósmynd
    kona meðtekur sakramentið

    Helgiathafnir prestdæmisins blessar öll börn Guðs.

Kenning og sáttmálar 84:61–88

Drottinn mun styðja þá sem þjóna honum.

  • Þótt þessum versum sé beint til þess sem „fer og prédikar þennan fagnaðarboðskap ríkisins“ (vers 80), þá geta margar reglur sem þar eru átt við um hvern þann sem þjónar Guði. Þið gætuð falið hverjum meðlim bekkjarins að lesa hluta af Kenningu og sáttmálum 84:61–88 og beðið þá að miðla hinum í námsbekknum því sem þeir lærðu og gæti átt við hvern þann sem þjónar Drottni. Meðlimir bekkjarins gætu valið sér eftirlætis vers, eitt eða fleiri, til að læra utanbókar eða hafa á áberandi stað í daglegu lífi. Hvaða loforð höfða mest til þeirra? Hverju myndum við miðla í þessum versum sem gæti hvatt þjónandi fastatrúboða eða þá sem búa sig undir að þjóna?

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Allir geta öðlast allt sem faðirinn á.

M. Russell Ballard forseti kenndi: „Allir sem hafa gert helga sáttmála við Drottin og heiðra þá sáttmála, geta hlotið persónulega opinberun, blessun englaþjónustu, átt samskipti við Guð, tekið á móti fyllingu fagnaðaerindisins og orðið erfingjar með Jesú Kristi að öllu sem faðirinn á“ („Men and Women and Priesthood Power,“ Ensign, sept. 2014, 32).

Fyrsta forsætisráð Líknarfélagsins í Salt Lake stiku ritaði árið 1878: „Við erum innilega þakklátar fyrir að með blessun himnesks föður erum við, ráðskonur hans, kallaðar til að vera samverkamenn bræðra okkar við að byggja upp Guðs ríki á jörðu, aðstoða við að byggja musteri, þar sem við getum hlotið blessun um tíma og eilífð. Í öllum helgiathöfnum sem tekið er á móti í húsi Drottins stendur kona við hlið karls, bæði fyrir lifendur og látna, og sýnir að hvorki er karlinn án konunnar, né konan án karlsins í Drottni“ (Mary Isabella Horne, Elmina S. Taylor og Serepta M. Heywood, „To the Presidents and Members of the Relief Society of Salt Lake Stake of Zion, Greeting!Woman’s Exponent, 15. jan. 1878, 123).

Bæta kennslu okkar

Hafið kenninguna að þungamiðju kennslunnar. Gætið þess að umræður í námsbekk ykkar einskorðist við grundvallarkenningar í ritningunum. Þið getið gert það með því að biðja meðlimi bekkjarins að lesa ritningarvers og síðan miðla sannleikanum sem þeir fundu, sem og upplifun þeirra við að lifa samkvæmt þeim sannleika. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 20–21.)

Prenta