„9.–15. ágúst. Kenning og sáttmálar 88: ,Stofnið … hús Guðs,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)
„9.–15. ágúst. Kenning og sáttmálar 88,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021
9.–15. ágúst
Kenning og sáttmálar 88
„Stofnið … hús Guðs“
Þið, sem trúarkennarar, hafið þá ábyrgð að hjálpa meðlimum bekkjarins að „fræða hvert annað um kenningu ríkisins“ og „leita vísdómsorða“ (Kenning og sáttmálar 88:77, 118). Auk þess að miðla því sem þið eruð hvött til að kenna í Kenningu og sáttmálum 88, ættuð þið að hvetja meðlimi bekkjarins til að kenna hver öðrum það sem þeim hefur lærst.
Skráið hughrif ykkar
Boð um að miðla
Stundum getur mynd hvatt til miðlunar. Þið gætuð sýnt mynd af olífugrein (eða teiknað hana á töfluna) og beðið meðlimi bekkjarins að miðla versum í Kenningu og sáttmálum 88 sem vekja skilning þeirra á því hvers vegna Joseph Smith gæti hafa nefnt þessa opinberun „‚Olífulaufið,‘ … friðarboðskapur Drottins til okkar“ (kaflafyrirsögn).
Kennið kenninguna
Ljós og lögmál koma frá Jesú Kristi.
-
Til að auðvelda meðlimum bekkjarins að skilja Kenningu og sáttmála 88:6–50, gætuð þið skrifað ljós og lögmál á töfluna og skipt þeim í tvo hópa. Annar hópurinn gæti farið yfir Kenningu og sáttmála 88:6–13, 40–50 og gætt að því sem læra má um Jesú Krist af tilvísunum um ljós í þessum versum. Hinn hópurinn gæti leitað í versum 13–26, 34–42 að því sem læra má um mikilvægi þess að lifa samkvæmt lögmáli hans. Hvað kennir sannleikurinn um ljós og lögmál í kafla 88 um frelsarann? Hvernig innblæs þetta okkur til að verða líkari honum?
Kenning og sáttmálar 88:62–76, 119–26
Við getum orðið hrein fyrir tilverknað friðþægingar Jesú Krists.
-
Boð Drottins um að „helga yður“ kemur tvisvar sinnum fyrir í kafla 88 (verum 68, 74). Ef þið eruð hvött til að ræða merkingu þess, gætuð þið byrjað á því að kanna saman skilgreiningu orðsins helga eða lesið einhver þau vers sem skráð eru í „Helgur“ í Leiðarvísi að ritningunum (KirkjaJesuKrists.org, Ritningar/Námshjálp). Þið gætuð líka beðið meðlimi bekkjarins að lesa Kenningu og sáttmála 88:62–76, 119–26 og ræða spurningar, líkt og þessar, við félaga: Hvernig helgumst við? Hvaða loforð Drottins finnum við í þessum versum? Af hverju vill Drottinn að við séum hrein? Þeir gætu líka fundið svör við þessum spurningum í boðskap Dallins H. Oaks „Hreinsuð með iðrun“ (aðalráðstefna, apríl 2019; sjá einnig „Fleiri heimildir“).
Kenning og sáttmálar 88:77–78, 118–26
Drottinn vill að við sækjumst eftir fræðslu með námi og trú.
-
Leiðsögnin sem Drottinn gaf til stofnunar „skóla spámannanna“ í Kirtland (vers 137), gæti verið gagnleg námsbekk ykkar við að „fræða hvert annað um kenningu ríkisins“ (vers 77). Þið gætuð ef til vill kannað vers 77–78 og 118–26 og rætt hvernig gera mætti námsbekk ykkar að „húsi fræðslu“ (vers 119). Meðlimir bekkjarins gætu skráð „bekkjarreglur“ eða meginreglur, byggðar á þessum versum, sem fara skal eftir í námi bekkjarins. Þið gætuð líka beðið meðlimi bekkjarins að segja frá því hvernig þeir reyna að fara eftir þessum meginreglum þegar þeir „sækjast eftir fræðslu“ (vers 118).
Musterið er hús Guðs.
-
Sýnið mynd á töflunni af næsta musteri, ef mögulegt er, og biðjið meðlimi bekkjarins að skrifa við hlið hennar orð úr versi 119 sem notuð eru til að lýsa húsi Drottins. Biðjið þá að segja frá upplifunum sem sýna hvernig musterið á við um hverja lýsingu. Þið gætuð líka rætt hvernig þessi vers gætu verið okkur leiðsögn í lífinu.
Fleiri heimildir
Hreinsuð með iðrun.
Dallin H. Oaks forseti kenndi:
„Iðrun hefst hjá frelsara okkar og hún er gleði en ekki byrði. …
Við verðum að láta af syndum okkar, til að hreinsast með iðrun, og játa Drottni þær og jarðneskum dómara hans, sé þess krafist (sjá Kenning og sáttmálar 58:43). Alma kenndi að við verðum að ‚[vinna] réttlætisverk‘ (Alma 5:35). Allt er þetta hluti af hinu tíða ritningarlega boði um að koma til Krists.
Við þurfum að meðtaka sakramentið hvern hvíldardag. Í þeirri helgiathöfn gerum við sáttmála og meðtökum blessanir sem hjálpa okkur að sigrast á allri breytni og þrám sem koma í veg fyrir þá fullkomnun sem frelsarinn æskir af okkur (sjá Matteus 5:48; 3. Nefí 12:48). Þegar við ‚[höfnum] öllu óguðlegu og [elskum] Guð af öllum mætti [okkar], huga og styrk,‘ getum við náð ‚fullkomnun í Kristi‘ og orðið ‚helguð‘ fyrir úthellingu blóðs hans, til að ‚[verða] heilög og flekklaus‘ (Moróní 10:32–33). Hve dásamlegt loforð! Hve dásamlegt kraftaverk! Hvílík blessun!“ („Hreinsuð með iðrun,“ aðalráðstefna, apríl 2019).