Kenning og sáttmálar 2021
2.–8. ágúst. Kenning og sáttmálar 85–87: „Standið … á heilögum stöðum“


„2.–8. ágúst. Kenning og sáttmálar 85–87: ,Standið … á heilögum stöðum,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„2.–8. ágúst. Kenning og sáttmálar 85–87,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Ljósmynd
fjölskylda gengur í musterið

2.–8. ágúst

Kenning og sáttmálar 85–87

„Standið … á heilögum stöðum“

Þið þurfið ekki að fara yfir öll vers – eða jafnvel alla kafla – í Kenningu og sáttmálum í sunnudagaskólanum. Látið andann leiða ykkur og verið móttækileg gagnvart því sem meðlimum bekkjarins finnst eiga við um líf þeirra.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Meðlimir bekkjarins gætu leitað í Kenningu og sáttmálum 85–87 að orði eða orðtaki sem virðist þeim mikilvægt (ef til vill einhverju sem þeir hafa merkt við í ritningunum sínum). Biðjið þá að skrifa orðin eða orðtök sín á töfluna og veljið nokkur til að fjalla um.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Kenning og sáttmálar 85:6

Andinn talar „[lágri, hljóðlátri röddu.“]

  • Í Kenningu og sáttmálum 85:6 notar spámaðurinn Joseph Smith lýsandi tungumál til að segja frá því hvernig andinn hafði talað til hans. Hvað lærum við um heilagan anda af lýsingu hans? Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að hugsa um tilvik er andinn talaði til þeirra – hvernig myndu þeir lýsa upplifun sinni? Þeir gætu fundið fleiri lýsingar í ritningarversum, líkt og þessum: Lúkas 24:32; Mósía 5:2; Alma 32:28; Helaman 5:30; Kenning og sáttmálar 6:22–23; 11:12–13.

  • Getið þið látið ykkur detta í hug sýnikennslu sem útskýrir hina hljóðu og kyrrlátu rödd andans? Þið gætuð ef til vill spilað ljúfa helgitónlist er meðlimir bekkjarins ganga inn í kennslustofuna. Meðlimir bekkjarins gætu rætt hvaða áhrif tónlistin hafði á þá og hversu mikið erfiðara væri að hlusta á hana, ef truflandi hávaði væri ríkjandi. Það gæti leitt til umræðu um truflandi hluti í lífi okkar, sem koma í veg fyrir að við heyrum hina hljóðu og kyrrlátu rödd. Meðlimir bekkjarins gætu tilgreint hvað þeir gera til að auka næmni fyrir andanum – nokkra leiðsögn má finna í „Fleiri heimildir.“

Kenning og sáttmálar 86:1–7

Hinum réttlátu er safnað saman á síðustu dögum.

  • Eftirfarandi verkefni gæti hjálpað meðlimum bekkjarins að skilja líkingarnar í dæmisögunni um hveitið og hafrana: Þið gætuð skrifað orðtök með líkingum úr dæmisögunni (til að mynda „sáðmenn frækornsins,“ „kæfir illgresið hveitið,“ „sprotarnir spretta upp“ og „tína hveitið frá illgresinu“ [vers 2–4, 7]) og mögulegar túlkanir (líkt og „postularnir,“ „fráhvarfið,“ „endurreisnin“ og „trúboðsstarf“) á aðskilda blaðrenninga og sett þá á töfluna. Meðlimir bekkjarins gætu í sameiningu fundið út hvaða líkingar eiga við hvaða túlkanir, með því að nota það sem þeir lærðu í Kenningu og sáttmálum 86:1–7 (þeir gætu líka lesið Matteus 13:37–43). Af hverju er mikilvægt að í þessari opinberun segir Drottinn: „Við ykkur, þjóna mína“? (vers 1). Hvaða boðskap finnum við sem á við um þjónustu okkar við Drottin? (sjá einnig vers 11).

Kenning og sáttmálar 87:2, 6, 8

Frið er að finna á „heilögum stöðum.“

Ljósmynd
kona við musteri

Musterið er helgur staður þar sem við getum fundið elsku Guðs.

  • Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að skilja nauðsyn þess að „standa … á heilögum stöðum,“ gætuð þið byrjað á því að bjóða þeim að telja upp nokkrar þeirra áskorana sem við stöndum frammi fyrir á síðari dögum. Þeir gætu fundið einhver dæmi í Kenningu og sáttmálum 87: 2, 6. Þið gætuð síðan rætt hvernig boð Drottins í versi 8 getur hjálpað við slíkar áskoranir. Spurningar sem þessar gætu hjálpað:

    Hvað er mikilvægt varðandi orðið „standa“ í þessu versi?

    Hvað gerir stað heilagan?

    Hvað getur valdið því að einhver fer frá heilögum stað?

    Hvernig getum við tryggt að við látum ekki haggast?

  • Meðlimir bekkjarins gætu ef til vill verið fúsir til að miðla hver öðrum dæmum um „heilaga staði“ og hvað geri þá heilaga (þið gætuð bent á að heilagur staður geti verið meira en bara ákveðin staðsetning). Myndbandið „Standing in Holy Places [Standa á heilögum stöðum]“ (ChurchofJesusChrist.org) gæti vakið fleiri hugmyndir. Hvetjið þá til að ræða ástæðu þess að einhverjir staðir eru þeim heilagir. Hvernig gera þessir heilögu staðir okkur kleift að finna frið mitt í háska síðari daga?

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Finnið „lága og friðsæla stund dag hvern.“

Systir Vicki F. Matsumori, fyrrverandi ráðgjafi í aðalforsætisráði Barnafélagsins veitti þessa leiðsögn: „Mikilvægt [er] fyrir okkur að eiga [líka] friðsæla stund, vegna þess að andanum er oft lýst sem lágri, hljóðlátri röddu. Drottinn hefur ráðlagt okkur: ‚Verið kyrrir og viðurkennið að ég er Guð‘ [Sálmarnir 46:10]. Ef við sköpum okkur lága og friðsæla stund dag hvern, þar sem við erum ekki upptekin fyrir framan sjónvarpið, í tölvuleikjum eða öðru tómstundagamni, gefum við þessari lágu, hljóðlátu rödd færi á að veita okkur persónulegar opinberanir og hvísla að okkur ljúfri leiðsögn, fullvissu eða huggun“ („Hjálpa öðrum að þekkja rödd andans,“ aðalráðstefna, október 2009).

Bæta kennslu okkar

Undirbúið ykkur með fólk í huga. „Látið leiðast af skilningi ykkar á því fólki sem þið kennið við [undirbúning] ykkar. … Kristilegir kennarar einskorða sig ekki við ákveðna kennsluaðferð; þeir einsetja sér að hjálpa fólki að efla trú á Jesú Krist“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 7).

Prenta