Kenning og sáttmálar 2021
16.–22. ágúst. Kenning og sáttmálar 89–92: „Regla með fyrirheiti“


„16.–22. ágúst. Kenning og sáttmálar 89–92: ,Regla með fyrirheiti,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„16.–22. ágúst. Kenning og sáttmálar 89–92,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Ljósmynd
karl og kona matreiða

16.–22. ágúst

Kenning og sáttmálar 89–92

„Regla með fyrirheiti“

Þegar þið búið ykkur undir kennslu, íhugið þá þær reglur sem vöktu mestan áhuga ykkar er þið lærðuð kafla 89–92 í þessari viku.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Hér eru spurningar sem þið getið notað til að hvetja meðlimi bekkjarins til að miðla einhverju úr ritningarnámi sínu: Hvað lásuð þið í þessari viku sem styrkti trú ykkar á Jesú Krist? á spámannlega köllun Josephs Smith? Hvað lásuð þið sem jók skilning ykkar á áætlun himnesks föður fyrir börnin hans?

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Kenning og sáttmálar 89

Vísdómsorðið er „regla með fyrirheiti.“

  • Margir líta ef til vill á Vísdómsorðið einungis sem lista yfir það sem skal „gera“ og „ekki gera.“ Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að íhuga reglurnar að baki þessara leiðbeininga, skuluð þið biðja þá að kanna Kenningu og sáttmála 89, með spurningar eins og og þessar í huga: Af hverju gaf Drottinn okkur Vísdómsorðið? Hvað kennir þessi opinberun okkur um himneskan föður og áætlun hans fyrir okkur? Tilvitnunin í „Fleiri heimildir“ gæti verið gagnleg. Ef ykkur finnst það gagnast meðlimum bekkjarins, þá gætuð þið beðið þá að skrifa á töfluna það sem Drottinn segir vera heilnæmt og skaðlegt í Kenningu og sáttmálum 89:5–17. Þeir gætu síðan rifjað upp „Andleg og líkamleg heilsa“ í Til styrktar æskunni (25–27) og bætt fleiru við listann sem þeir finna. Hvernig hafa fyrirheitin í versum 18–21 uppfyllst í lífi ykkar?

  • Hérna er önnur leið til að hjálpa meðlimum bekkjarins að ræða reglurnar í Vísdómsorðinu. Þið gætuð skipt meðlimum bekkjarins í þrjá hópa og beðið hvern hóp að lesa kafla 89 og leita svara við einni af eftirfarandi spurningum: Hvaða reglur geta verið þeim hvatning sem eiga erfitt með að hlýða Vísdómsorðinu? Hvaða reglur geta hjálpað okkur að vera ekki dómhörð gagnvart þeim sem eiga erfitt með að hlýða því? Hvaða reglur geta hughreyst okkur þegar við búum við heilsufarsvanda, þrátt fyrir að lifa eftir Vísdómsorðinu? Í þessu verkefni gætuð þið miðlað upplifun Dieters F. Uchtdorf forseta er hann lærði að verða orrustuflugmaður (sjá „Halda áfram með þolinmæði,“ aðalráðstefna, apríl 2010). Hvetjið meðlimi bekkjarins til að íhuga eitthvað af því sem þeim fannst þeir hvattir til að gera í umræðunni og gefið þeim tíma til að skrifa hugsanir sínar.

    Ljósmynd
    drengir hlaupa á ströndu

    Guð opinberaði Vísdómsorðið til að hjálpa börnum sínum.

Kenning og sáttmálar 90:1–17

Æðsta forsætisráðið hefur „lykla ríkisins.“

  • Í lexíudrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur er lagt til að meðlimir kanni Kenningu og sáttmála 90:1–17 til að læra um Æðsta forsætisráðið. Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að miðla því sem þeir lærðu heima í þessu verkefni eða kannað þessi vers sameiginlega sem námsbekkur. Meðlimir bekkjarins gætu líka fundið orðtök í „Kom, heyrið spámann hefja raust“ (Sálmar, nr. 8) eða öðrum söngtexta um spámennina sem tengjast kenningunum í þessum versum. Hvernig hefur þjónusta Æðsta forsætisráðsins hjálpað ykkur að komast til þekkingar á himneskum föður og Jesú Kristi?

Kenning og sáttmálar 91

„Andinn opinberar sannleikann.“

  • Í heimi okkar tíma erum við berskjölduð gegn skilaboðum og „margt í þeim er … rétt“ og „margt … ekki rétt“ (vers 1–2). Biðjið meðlimi bekkjarins að leita í kafla 91 að leiðsögn um Apókrýfuritin sem getur hjálpað þeim að greina sannleika í þeim skilaboðum sem þau finna. Hvaða dæmum geta þeir miðlað um hvernig andinn hefur hjálpað þeim að greina sannleika?

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Vísdómsorðið.

Boyd K. Packer forseti kenndi:

„Vísdómsorðið var ‚gefið sem regla með fyrirheitið‘ [Kenning og sáttmálar 89:3]. Hugtakið regla í þessari opinberun er afar mikilvægt. Regla er varanlegur sannleikur, lögmál, regla sem þið getið tileinkað ykkur til leiðsagnar við ákvarðanatökur. Reglur eru yfirleitt ekki útskýrðar í smáatriðum. Þær gefa ykkur svigrúm til að athafna ykkur innan varanlegs sannleika, reglu, sem akkeri.

Meðlimir skrifa og spyrja hvort þetta eða hitt stangist á við Vísdómsorðið. Það er vel kunnugt að te, kaffi, áfengi og tóbak stangast á við það. Það hefur ekki verið útskýrt frekar. Við kennum fremur regluna í tengslum við fyrirheitnar blessanir. Það er margt ávanabindandi og ánetjandi sem hægt er að drekka eða tyggja eða anda að sér eða sprauta í sig er skaðar bæði líkama og anda sem ekki er getið um í opinberuninni. …

Virðið reglu Vísdómsorðsins og þið munið hljóta fyrirheitnar blessanir“ („The Word of Wisdom: The Principle and the Promises,” Ensign, maí 1996, 17–18).

Bæta kennslu okkar

Gefið oft vitnisburð. Einfaldur og einlægur vitnisburður ykkar um andlegan sannleika, getur haft máttug áhrif á þá sem þið kennið. Vitnisburður ykkar þarf ekki að vera orðskrúðugur eða langur. Þið getið t.d. gefið einfaldan vitnisburð um blessanirnar sem þið hafið hlotið af því að lifa eftir Vísdómsorðinu. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 35.)

Prenta