Kenning og sáttmálar 2021
12.–18. júlí. Kenning og sáttmálar 77–80: „Ég mun leiða yður“


„12.–18. júlí. Kenning og sáttmálar 77-80: ,Ég mun leiða yður,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„12.–18. júlí. Kenning og sáttmálar 77–80,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Ljósmynd
Sauðir fylgja Jesú

Á heimleið, eftir Yongsung Kim

12.–18. júlí

Kenning og sáttmálar 77–80

„Ég mun leiða yður“

Hafið hugfast að verkefnin í þessum lexídrögum eru einungis tillögur. Þegar þið lærið Kenningu og sáttmála 77–80 af kostgæfni, mun andinn láta ykkur vita hvað best er að kenna meðlimum bekkjar ykkar.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Sumir meðlimir í námsbekk ykkar gætu verið líklegri til að miðla hugsunum sínum, ef þið biðjð þá með fyrirvara. Íhugið að hafa samband við einhverja þeirra nokkrum dögum fyrir kennslu og biðja þá að búa sig undir að miðla einhverju sem vakti áhuga þeirra í Kenningu og sáttmálum 77–80.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Kenning og sáttmálar 77

Guð opinberar þeim leyndardóma sína sem keppa að því að þekkja þá.

  • Meðlimir bekkjarins gætu miðlað skilningi sem þeir hlutu varðandi táknin í Opinberunarbókinni er þeir lærðu kafla 77 í þessari viku. Umfjöllun um svörin sem Joseph Smith hlaut, gæti hvatt til umræðu um hvernig meðlimir bekkjarins gætu leitað skilnings er þeir læra ritningarnar. Hvað lærum við af þeim spurningum sem Joseph Smith spurði? Meðlimir bekkjarins gætu verið fúsir til að segja frá því þegar trúarlegar spurningar þeirra leiddu til aukins skilnings.

Kenning og sáttmálar 78:17–19

Drottinn mun leiða okkur.

  • Þið gætuð sýnt myndir af nokkrum meðlimum bekkjarins er þeir voru börn til að hefja umræður um Kenningu og sáttmála 78:17–19 (biðjið þá með fyrirvara að koma með slíkar myndir í kennsluna). Látið meðlimi bekkjarins geta sér til um hver er á hverri myndanna. Þeir meðlimir bekkjarins sem komu með myndir gætu rætt hvernig þeir hafa breyst frá því að myndirnar voru teknar. Meðlimir bekkjarins gætu síðan lesið Kenningu og sáttmála 78:17–19 og íhugað spurningar líkt og þessar: Hvernig erum við eins og lítil börn í augum Drottins? Á hvaða hátt vill hann að við séum eins og lítil börn (sjá Mósía 3:19) og á hvaða hátt vill hann að við vöxum? Hver er leiðsögn hans í þessum versum, okkur til hjálpar við að vaxa?

    Íhugið að miðla tilvitnuninni í „Fleiri heimildir“ til að auka skilning meðlima bekkjarins á því hvernig Drottinn gæti „leitt okkur“ (sjá vers 18).

Kenning og sáttmálar 79–80

Köllun til að þjóna Guði er mikilvægari en hvar við þjónum.

  • Í námsbekk ykkar gætu verið þeir sem til að byrja með hafa upplifað vonbrigði yfir köllun sem þeir hlutu í deild eða grein eða stað sem þeim var úthlutað til að þjóna á sem trúboðar. Einhverjir þeirra gætu verið fúsir til að segja frá þeirri upplifun. Hvernig gæti leiðsögn Drottins í Kenningu og sáttmálum 80:3 hjálpað okkur í slíkum aðstæðum? Hver gæti verið merking orðtaksins „það skiptir engu“? Eða orðtaksins „þér getið ekki farið villu vegar“? Hvað gæti skipt Drottin mestu máli hvað varðar kallanir okkar? Boðskapur öldungs Davids A. Bednar um kafla 80 í ræðu hans „Kölluð til verksins“ gæti líka verið gagnlegur (aðalráðstefna, apríl 2017).

  • Opinberanirnar í köflum 79 og 80 voru upphaflega ætlaðar fólki sem kallað var til að boða fagnaðarerindið, en hafa að geyma reglur sem geta átt við okkur öll í þjónustu okkar við Drottin. Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að finna þessar reglur, gætuð þið beðið þá að ímynda sér að þeir eigi vin sem nýlega hafi gengið í kirkjuna og hlotið sína fyrstu köllun. Biðjið meðlimi bekkjarins að skrifa vini sínum bréf til stuðnings og leiðsagnar og hvetjið þá til að vitna í kafla 79 og 80 við þá iðju. Nokkrir meðlimir bekkjarins gætu síðan miðlað því sem þeir skrifuðu.

    Ljósmynd
    konur tala saman

    Við njótum velþóknunar Drottins er við þjónum honum og öðrum.

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Drottinn mun leiða okkur með heilögum anda.

Henry B. Eyring forseti sagði frá því er hann baðst fyrir um leiðsögn varðandi mikilvæga ákvörðun og lærði að láta leiðast af Drottnii:

„Ég baðst fyrir, en ekkert svar virtist koma í langan tíma. Rétt fyrir dögun kom yfir mig tilfinning. Ég upplifði mig sem barn, meira en nokkru sinni áður, allt frá því ég sjálfur var barn. Mikil kyrrð virtist fylla hug minn og hjarta. Friðsæld fylgdi þessari innri kyrrð.

Mér til nokkurrar undrunar sagði ég í bæn minni:: ‚Himneskur faðir, það sem ég vil skiptir engu máli. Mér stendur á sama um eigin vilja. Verði aðeins þinn vilji. Ég óska einskis annars. Ég bið þig að segja mér hvað mér ber að gera.‘

Á þessari stundu fann ég til mikillar innri kyrrðar. Svarið kom og ég var fullviss frá hverjum það var. Mér varð ljóst hvað mér bar að gera. Ég fékk engin loforð um niðurstöðu. Ég hafði aðeins fullvissu um að ég var barn sem hafði verið sagt að fara þá leið sem hann vildi að ég færi“ („Líkt og barn,“ aðalráðstefna, apríl 2006).

Bæta kennslu okkar

Byrjið á ritningunum. Lærið og ígrundið ritningarnar af kostgæfni áður en þið snúið ykkur að stuðningsefni. Það mun auðvelda andanum að hjálpa ykkur að fjalla um það sem þið lærðuð í kennslunni (sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 12).

Prenta