Kenning og sáttmálar 2021
30. ágúst – 5. september. Kenning og sáttmálar 94–97: „Síon til sáluhjálpar“


„30. ágúst – 5. september. Kenning og sáttmálar 94–97: ,Síon til sáluhjálpar‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„30. ágúst – 5. september. Kenning og sáttmálar 94–97,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Kirtland-musterið

Kirtland-musterið, eftir Al Rounds

30. ágúst – 5. september

Kenning og sáttmálar 94–97

„Síon til sáluhjálpar“

Hvernig getið þið best eflt þrá meðlima bekkjarins til að sækjast eftir fyrirheitnu blessununum í Kenningu og sáttmálum 94–97?

Skráið hughrif ykkar

táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins sagt frá einhverju sem þeir lásu í Kenningu og sáttmálum 94-97 sem innblés þá til að fara oftar í musterið. Þeir gætu líka þess í stað miðlað öðrum boðskap sem innblés þá við lestur þessara kafla.

táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Kenning og sáttmálar 95:8; 97:10–17

Guð blessar fólk sitt í musterinu.

  • Hvernig gætuð þið notað hinn kennda sannleika í Kenningu og sáttmálum 95 og 97 til að hvetja meðlimi bekkjarins til að sækjast eftir blessunum musterisins af meiri kostgæfni? Þið getið t.d. gert það með því að setja mynd af musterinu á miðja töfluna og spurt meðlimi bekkjarins af hverju þeir telji að Drottinn hafi boðið sínum heilögu að reisa musteri. Meðlimir bekkjarins gætu leitað einhverra svara í Kenningu og sáttmálum 95:8; 97:10–17 og skrifað það sem þeir finna á töfluna umhverfis myndina af musterinu. (Þeir geta fundið fleiri svör í „Why Latter-day Saints Build Temples [Af hverju Síðari daga heilagir byggja musteri]“ [temples.ChurchofJesusChrist.org].) Hvernig hefur þessi tilgangur verið uppfylltur í lífi ykkar? Hvernig getum við gert musterið mikilvægara í lífi okkar?

  • Kirkjan sér okkur fyrir miklu efni sem kennir um musterið. Íhugið hvernig þið gætuð notað eitthvað af því til að auðga umræður í námsbekknum um Kenningu og sáttmála 95 og 97 og hvetja meðlimi bekkjarins til að sækjast eftir blessunum musterisins af meiri kostgæfni. Þið gætuð t.d. beðið nokkra meðlimi bekkjarins að kynna sér efnið á temples.ChurchofJesusChrist.org eða Temples of The Church of Jesus Christ of Latter-day Saints (sérstakar útgáfur af Ensign eða Liahona, okt. 2010). Biðjið meðlimi bekkjarins að koma undirbúna til að miðla einhverju sem þeir lærðu er styður kenningarnar í köflum 95 og 97.

    Ef þið kennið ungmennum, gætuð þið beðið þau að lesa „Making the Temple a Part of Your Life [Gera musterið að hluta lífs ykkar]“ (í Temples of The Church of Jesus Christ of Latter-day Saints, 77–78) og segja frá því hvernig þau hafa musterið í fyrirrúmi í lífi sínu.

    Myndböndin „Two Apostles Lead a Virtual Tour of the Rome Italy Temple [Tveir postular kynna okkur Rómarmusterið á Ítalíu rafrænt]” og „Temples [Musteri]“ (ChurchofJesusChrist.org) geta hjálpað þeim sem búa sig undir að fara í musterið.

    Þið gætuð líka sungið saman sálm um musteri og rætt merkingu hans (sjá efnislykil í Sálmar).

Kenning og sáttmálar 97:8–9

Við getum notið viðurkenningar Drottins.

  • Hvað lærum við af Kenningu og sáttmálum 97:8 um merkingu þess að njóta viðurkenningar Drottins? Hvernig er það öðruvísi en að sækjast stundum eftir viðurkenningu heimsins? Hvaða blessunum er þeim lofað í versi 9 sem njóta viðurkenningar Drottins? Meðlimir bekkjarins gætu líka lesið yfir boðskap öldungs Erichs W. Kopischke „Njóta viðurkenningar Drottins“ (aðalráðstefna, apríl 2013) og miðlað hvernig hann hjálpaði þeim að skilja þessi vers. Tilvitnunin í „Fleiri heimildir“ hefur að geyma boð öldungs Kopischke um að leita eftir viðurkenningu Drottins með lífi okkar.

Kenning og sáttmálar 97:18–28

Síon er „hinir hjartahreinu.“

  • Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að íhuga merkingu Síonar, gætuð þið skrifað á töfluna Hvað er Síon? og beðið þá að leita svara í Kenningu og sáttmálum 97:19 og 21 (sjá einnig HDP Móse 7:18; Leiðarvísir að ritningunum, „Síon,“ KirkjaJesúKrists.is, Ritningar/Námshjálp). Það gæti verið gagnlegt að ræða hvernig frelsarinn hjálpar okkur að verða „hjartahrein.“ Hvað finnst okkur við knúin að gera til að byggja upp Síon í lífi okkar? í deild eða grein okkar? í samfélagi okkar?

    Kirtland-musterið

    Að byggja Kirtland-musterið gerði hina heilögu „hjartahreinni.“

  • Drottinn fræddi hina heilögu um Síon eftir að hafa fyrst boðið þeim að byggja musteri „Síon til sáluhjálpar“ (sjá Kenning og sáttmálar 97:12, 18–28). Af hverju er musterið mikilvægur þáttur í uppbyggingu Síonar? Hvernig eru loforðin sem Drottinn gaf um Síon í versum 18–28 uppfyllt á okkar tíma?

táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Njótið viðurkenningar Drottins

Öldungur Erich W. Kopischke greindi frá hinu „einfalda mynstri“ í Kenningu og sáttmálum 97:8, og kenndi:

„Að leita og hljóta viðurkenningu Drottins, mun leiða til þeirrar þekkingar að við erum valin og blessuð af honum. Við munum hljóta aukið sjálfstraust um að hann muni leiða okkur og leiðbeina til góðs. Hans milda miskunn mun verða skýr í hjörtum okkar, lífi okkar og fjölskyldu okkar.

Ég bið þess af öllu hjarta að við megum öll leita viðurkenningar Drottins og njóta hans fyrirheitnu blessana. Við munum komast að því að Drottinn viðurkennir okkur, óháð stöðu okkar, ástandi eða líkamlegum takmörkunum, er við fylgjum þessu einfalda mynstri sem Drottinn hefur útfært“ („Njóta viðurkenningar Drottins,“ aðalráðstefna, apríl 2013).

Bæta kennslu okkar

Kynnist þeim sem þið kennið. Hver einstaklingur sem þið kennið býr að einstakri reynslu, lífsýn og hæfileikum. Biðjist fyrir til að vita hvernig framlag hvers einstaklings getur verið öllum námsbekknum til blessunar. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 7.)