„6.–12. september Kenning og sáttmálar 98–101: ,Hald ró yðar og vitið að ég er Guð,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)
„6.–12. september Kenning og sáttmálar 98–101,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021
6.–12. september
Kenning og sáttmálar 98–101
„Hald ró yðar og vitið að ég er Guð“
Hvaða áskoranir eða erfiðleika ganga meðlimir bekkjar ykkar í gegnum? Hvaða hughreystingarorð í Kenningu og sáttmálum 98–101 gætu hjálpað þeim?
Skráið hughrif ykkar
Boð um að miðla
Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að miðla einhverju sem þeir lærðu í Kenningu og sáttmálum 98–101 sem hjálpaði þeim við erfiðleika eða áskorun sem þeir takast á við.
Kennið kenninguna
Kenning og sáttmálar 98:1–3, 11–16, 23–30, 37; 101:2–5, 9–16
Raunir okkar geta samverkað okkur til góðs.
-
Ofsóknirnar eða mótlætið sem við tökumst á við í dag geta verið af öðrum toga en það sem hinir heilögu tókust á við í Missouri árið 1833, en leiðsögn Drottins í Kenningu og sáttmálum 98 er enn góð og gild. Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að læra af þessari leiðsögn, íhugið þá að skrifa álíka spurningar og þessar á töfluna: Í hvaða ljósi vill Drottinn að hans heilögu sjái mótlæti? Hvernig vill Drottinn að við bregðumst við ofsóknum? Meðlimir bekkjarins gætu unnið í fámennum hópum við að finna svör í Kenningu og sáttmálum 98:1–3, 11–16, 23–30 og síðan rætt hvað þeir lærðu. Hvaða sannleika finnum við sem getur hjálpað okkur verða betri lærisveinar Jesú Krists? Tilvitnunin í „Fleiri heimildir“ gæti auðgað umræðurnar.
-
Á tímum ofsókna eða mótlætis getur þessi boðskapur í köflum 98 og 101 komið að gagni: Drottinn mun hjálpa, ef við erum fús til að treysta honum. Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að finna þennan boðskap, skrifið þá eftirtalin ritningarvers á töfluna og biðjið þá að velja sér nokkur til að lesa: Kenning og sáttmálar 98:1–3, 11–12, 37; 101:2–5, 9–16. Biðjið þá að miðla því sem þeir finna og hvetjið þá til að setja traust sitt á Drottin. Hvað kenna þessi vers um hvernig við setjum traust okkar á Drottin? (Sjá einnig Linda S. Reeves, „Gerið tilkalls til blessana sáttmála ykkar,“ aðalráðstefna, október 2013.)
Kenning og sáttmálar 101:1–8, 43–62
Það verndar okkur að fylgja leiðsögn Guðs.
-
Hvernig getið þið hjálpað meðlimum bekkjarins að skilja öryggið sem felst í því að „hlýða rödd Drottins Guðs?“ (vers 7). Þið gætuð ef til vill beðið nokkra meðlimi bekkjarins að leika dæmisöguna í Kenningu og sáttmálum 101:43–62 um leið og annar meðlimur bekkjarins les hana upphátt. Þið gætuð síðan rætt spurningar líkt og þessar: Hvað gætu hinir ýmsu hlutir í dæmisögunni táknað? Hvað olli því að þjónarnir glötuðu víngarðinum? Hvað lærum við af atferli þessara þjóna? Hvað lærum við um Drottin af atferli aðalsmannsins? Það gæti líka verið gagnlegt að bera saman vers 1–8 og vers 47–51 og ræða hvernig við getum verið „trúföst og vitur“ í þeirri viðleitni að byggja upp Síon í eigin lífi, á heimilum okkar og sem kirkja.
Fleiri heimildir
Það þarf kristilega hugdirfsku til að bjóða hinn vangann.
Öldungur Robert D. Hales kenndi:
„Sumum verður það á að halda að viðbrögð eins og þögn, auðmýkt, fyrirgefning og að bera vitnisburð auðmjúklega sé neikvætt eða veikt. En, til að ‚elska óvini okkar, og biðja fyrir þeim sem [misbjóða] og ofsækja okkur‘ (Matteus 5:44) þarf trú, styrk, og síðast en ekki síst kristilega hugdirfsku. …
Þegar við svörum ekki í sömu mynt – þegar við bjóðum hina kinnina og höfnum því að reiðast – þá stöndum við með frelsaranum. Við sýnum kærleik hans, sem er eini krafturinn sem getur bugað andstæðinginn og svarað ásakendum okkar án þess að ásaka þá til baka. Þetta er ekki veikleiki. Það er kristileg hugdirfska“ („Kristileg hugdirfska: Gjald lærisveinsins“, aðalráðstefna, október 2008).
Að fyrirgefa er ekki að láta hlutina óátalda.
Öldungur Kevin R. Duncan sagði: „Bræður og systur, gætið þess að misskilja ekki. Að fyrirgefa er ekki að láta hlutina óátalda. Við réttlætum ekki slæma hegðun eða leyfum einhverjum að fara illa með okkur vegna erfiðleika þeirra, sársauka eða veikleika. Við getum hins vegar öðlast meiri skilning og frið þegar við sjáum stóra samhengið. Fyrirgefning er dásamleg lækningarregla. Við þurfum ekki að vera fórnarlamb tvisvar. Við getum fyrirgefið“ („Græðandi smyrsl fyrirgefningar,“ aðalráðstefna, apríl 2016).