Kenning og sáttmálar 2021
8.–14. nóvember. Kenning og sáttmálar 129–132: „Þegar við öðlumst einhverja blessun frá Guði, þá er það fyrir hlýðni“


„8.–14. nóvember. Kenning og sáttmálar 129–132: ,Þegar við öðlumst einhverja blessun frá Guði, þá er það fyrir hlýðni,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„8.–14. nóvember. Kenning og sáttmálar 129–132,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Ljósmynd
Joseph Smith kennir í Nauvoo

Joseph Smith í Nauvoo, 1840, eftir Theodore Gorka

8.–14. nóvember

Kenning og sáttmálar 129–132

„Þegar við öðlumst einhverja blessun frá Guði, þá er það fyrir hlýðni”

Þótt mikilvægt sé að hafa kennsluáætlun, þá er líka mikilvægt að vera næmur fyrir andanum og þörfum meðlima bekkjarins. Komist að því með hjálp meðlima bekkjarins hvaða reglur í köflum 129–132 voru þeim mikilvægar.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Meðlimir bekkjarins gætu hafa lært eitthvað í köflum 129–32 sem tengist hinum ýmsu trúarlegum efnisþáttum. Til að veita þeim tækifæri til að miðla því sem þeir lærðu, gætuð þið skrifað nokkur þeirra atriða á töfluna, t.d. englar, upphafning, eðli Guðs og eilíft hjónaband (þið gætuð líka skrifað annað á töfluna fyrir fleiri atriði). Meðlimir bekkjarins gætu gefið sér nokkrar mínútur við að finna vers í þessum köflum sem tengjast einum efnisþáttanna og skrifað tilvísunina á töfluna. Þið gætuð síðan lesið þessi vers saman sem námsbekkur og rætt hvað hvert þeirra kennir um tiltekið efni.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Kenning og sáttmálar 130:2, 18–23; 131:1–4; 132:20–25

Þessu lífi er ætlað að búa okkur undir upphafningu.

  • Það er margt sem við ekki vitum um upphafningu eða lífið í himneska ríkinu – það gæti verið ofar okkar getu að skilja það. Guð hefur þó opinberað nokkrar vísbendingar um það, sem margar eru í Kenningu og sáttmálum 130–32. Meðlimir bekkjarins gætu lært eina eða fleiri ofangreindra tilvísana og miðlað öllu því sem þeir skilja um upphafningu eða himneska ríkið. Hvernig blessar það líf okkar nú að vita þetta um eilíft líf?

Kenning og sáttmálar 130:20–21; 132:5

Blessanir eiga rætur í hlýðni við Guð.

  • Kenning og sáttmálar 130:20–21 og 132:5 kenna þessa sömu reglu. Hvetjið meðlimi bekkjarins til að lesa báða ritningarhlutana og segja með eigin orðum hver þessi regla er. Hvernig hefur þessi regla komið fram í lífi ykkar? Hvernig getum við fundið von og fullvissu í Kristi þegar við erum hlýðin en blessanirnar sem við væntum láta standa á sér? Til frekari upplýsingar um þetta efni, gætuð þið rætt saman um boðskap öldungs Elder Dale G. Renlund „Ofgnót blessana“ (aðalráðstefna, apríl 2019).

Kenning og sáttmálar 131:1–4; 132:3–25

Himneskur faðir gerði fjölskyldum mögulegt að vera eilífar.

  • Hvað gætum við sagt við vin sem spyrði: „Af hverju eru hjónaband og fjölskyldan svo mikilvæg í kirkjunni þinni?“ Meðlimir bekkjarins gætu íhugað hvernig þeir myndu svara þessari spurningu við lestur Kenningar og sáttmála 131:1–4; 132:3–25; eða orða öldungs Dieters F. Uchtdorf í „Fleiri heimildir.“ Hvernig hafa þessi sannindi áhrif á lífsmáta okkar?

    Ljósmynd
    karl og kona við Accra-musterið í Ghana

    Mögulegt er að gera fjölskyldusambönd eilíf með helgiathöfnum musterisins.

Kenning og sáttmálar 132:1–2, 29–40

Fjölkvæni er einungis þóknanlegt Guði þegar hann gefur fyrirmæli um það.

  • Ef meðlimir bekkjarins hafa spurningar um fjölkvæni, hjálpið þeim þá að skilja að Joseph Smith og hinir fyrri tíma heilögu höfðu líka spurningar um þetta. Hvetjið þá til að finna spurninguna sem Joseph lagði fyrir Drottin í Kenningu og sáttmálum 132:1 og svarið sem hann hlaut í versum 29–40 (sjá einnig Jakob 2:27, 30). Til að hjálpa meðlimum að læra hvernig þeir geta fundið svör við trúarlegum spurningum sínum, gæti verið gagnlegt að fara saman yfir „Answering Gospel Questions [Svara trúarlegum spurningum]“ á topics.ChurchofJesusChrist.org. Meðlimir bekkjarins gætu ef til vill sagt frá því hvernig þeir hafa leitað svara við trúarlegum spurningum og hvernig þeir hafa áfram verið trúfastir, þótt sumum spurningum þeirra sé enn ósvarað.

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Fjölskyldan er „regla himins.“

Dieter F. Uchtdorf forseti kenndi:

„Ég er þakklátur fyrir að tilheyra kirkju sem hefur hjónabandið og fjölskylduna í hávegum. Meðlimir Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu eru kunnir víða um heim fyrir að búa að einhverjum bestu hjónaböndum og fjölskyldum sem fyrirfinnast. Ég trúi að það sé að hluta vegna hins dýrmæta sannleika sem endurreistur var fyrir tilverknað Josephs Smith um að hjónaböndum og fjölskyldum er ætlað að vara að eilífu. Fjölskyldur eru ekki bara til að láta hlutina ganga betur fyrir sig hér á jörðu, til að verða síðan uppleystar þegar til himins er komið. Þær eru öllu heldur regla himins. Þær eru spegilmynd himneskrar fyrirmyndar, eftirlíking hinnar eilífu fjölskyldu Guðs.

Sterk hjónabönd og fjölskyldusambönd verða ekki til bara af því að við erum meðlimir kirkjunnar. Þau kalla á stöðugt og meðvitað verk. Kenningin um eilífar fjölskyldur þarf að hafa slík áhrif á okkur að við gerum okkar besta til að bjarga og auðga hjónaband okkar og fjölskyldu“ („Til vegsemdar þeim sem bjarga,“ aðalráðstefna, apríl 2016).

Bæta kennslu okkar

Skapið andrúmsloft öryggis. „Hvetjið [meðlimi bekkjarins] til að stuðla að opnu, ástúðlegu og lotningarfullu andrúmslofti, svo öllum finnist þeir öruggir við að miðla upplifunum sínum, spurningum og vitnisburðum“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 15).

Prenta