Kenning og sáttmálar 2021
22.–28. nóvember. Kenning og sáttmálar 135–136 „Hann ,hefur innsiglað ætlunarverk sitt og starf með blóði sínu‘“


„22.–28. nóvember. Kenning og sáttmálar 135–136 „Hann ,hefur innsiglað ætlunarverk sitt og starf með blóði sínu‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„22.–28. nóvember. Kenning og sáttmálar 135–136,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Carthage-fangelsið séð utan frá

Carthage-fangelsið

22.–28. nóvember

Kenning og sáttmálar 135–136

„Hann ,hefur innsiglað ætlunarverk sitt og starf með blóði sínu‘“

Þegar þið lesið kafla 135–36 gæti heilagur andi veitt ykkur skilning sem gæti komið meðlimum bekkjar ykkar að gagni. Ábendingarnar í þessum lexíudrögum gætu líka vakið hugmyndir til að nota við kennsluna.

Skráið hughrif ykkar

táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Hér er ein leið til að biðja meðlimi bekkjarins að miðla hugsunum sínum um kafla 135–36. Biðjið þá að ímynda sér að þeir gætu rætt við meðlim kirkjunnar frá 1844, einhvern sem er sorgmæddur yfir dauða Josephs Smith og hefur áhyggjur af því hvað felst í því fyrir kirkjuna. Hverju gætum við miðlað í þessum köflum sem gæti hjálpað viðkomandi?

táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Kenning og sáttmálar 135; 136:37–39

Joseph og Hyrum Smith innsigluðu vitnisburð sinn með blóði sínu.

  • Á hvaða hátt „innsigluðu“ fórnir Josephs og Hyrums Smith vitnisburði þeirra? Meðlimir bekkjarins gætu ef til vill íhugað þessa spurningu er þeir lesa Kenningu og sáttmála 135; 136:37–39. Þeir gætu síðan miðlað hverjum þeim skilningi sem þeir hljóta. Þeir gætu líka miðlað tilfinningum sínum varðandi fúsleika Josephs og Hyrums til að láta lífið fyrir sannleikann. Hvernig getur líf okkar verið sem „innsigli“ vitnisburðar okkar, þótt við verðum varla beðin að fórna lífi okkar fyrir sannleikann?

Kenning og sáttmálar 135:3

Joseph Smith hefur, að Jesú Kristi undanskildum, gert meira okkur til sáluhjálpar en nokkur annar.

  • Hvernig getið þið hjálpað meðlimum bekkjarins að skilja hvað Joseph Smith hefur gert þeim til sáluhjálpar? Þið gætuð skrifað á töfluna Vegna þess sem Drottinn opinberaði Joseph Smith, nýt ég … og þið getið beðið meðlimi bekkjarins að íhuga hvernig þeir geta lokið þessari setningu. Þeir gætu byrjað á því að leita í Kenningu og sáttmálum 135:3 að því sem Joseph Smith gerði til að hjálpa okkur að hljóta sáluhjálp. Íhugið að biðja meðlimi bekkjarins að miðla tilfinningum sínum til Josephs Smith og þess sem Drottinn opinberaði með honum.

  • Önnur leið til að fá meðlimi bekkjarins til að hugsa um Joseph Smith er að biðja þá að skrifa stutta minningargrein eða lofræðu um hann. Þið gætuð viljað ræða mikilvæga atburði eða afreksverk í lífi hans sem þeir gætu haft þar með. Hvað finna þeir í Kenningu og sáttmálum 135 sem þeir gætu tilgreint? Hvað gætu þeir sagt í lofræðu sinni til að hjálpa öðrum að efla trú á guðlegt hlutverk Josephs Smith?

  • Mörg sannindi um Jesú Krist og friðþægingu hans voru opinberuð með Joseph Smith – sannindi sem allir karlar og konur njóta sáluhjálpar af. Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að átta sig á þessum framlagi hans, gætuð þið sýnt mynd af Jesú Kristi og beðið nokkra meðlimi bekkjarins að miðla eftirlætis ritningarversi sínu um Jesú Krist sem opinberað var með Joseph Smith: Mormónsbók, Kenningu og sáttmálum og Hinni dýrmætu perlu. Hvernig hjálpa þessi ritningarvers okkur að skilja frelsarann og finna meiri nálægð við hann? Hvaða þátt á sannleikurinn í þessum versum í sáluhjálp okkar?

Kenning og sáttmálar 136

Við getum komið vilja Drottins til leiðar með því að fylgja leiðsögn hans.

  • Í lexíudrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur er lagt til að meðlimir bekkjarins leiti að leiðsögn í Kenningu og sáttmálum 136 sem gæti hjálpað þeim að gera þrengingar að andlegri reynslu. Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að miðla hverri þeirri leiðsögn sem þeir fundu. Þið gætuð líka beðið þá að leita í þessum kafla að leiðsögn sem gæti hjálpað okkur að fara að vilja Drottins á okkar tíma, á sama hátt og hún hjálpaði hinum heilögu „á ferð [þeirra] til vestursins“ (vers 1).

    Vetrarstöðvar

    Vetrarstöðvar, eftir Greg Olsen

  • Það gæti verið gaman fyrir meðlimi bekkjarins að búa til veggspjald, líkt og finna má í kirkjutímaritunum, um eitt versanna í kafla 136. Meðlimir bekkjarins gætu unnið einir eða tveir saman er þeir byrja á því að kanna versin í leit að sannleika sem vekur þeim áhuga. Þeir gætu síðan búið til einfalt veggspjald sem sýnir hvernig sannleikurinn sem kenndur var árið 1847 er enn gagnlegur á okkar tíma.

táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Efnistengd tónlist

Að syngja eftirfarandi sálma eða horfa á myndböndin, gæti laðað að heilagan anda eða hvatt til umræðna um starf spámannsins Josephs Smith og fórnir hinna heilögu sem á eftir honum komu.

Sorgmæddi förumaðurinn“ (Sálmar, nr. 12). Joseph Smith bað John Taylor að syngja þennan sálm er þeir voru í Charthage-fangelsinu.

Lof syngið honum“ (Sálmar, nr. 11; myndband, thetabernaclechoir.org/videos/praise-to-the-man-mormon-tabernacle-choir). Textinn við þennan sálm var saminn til heiðurs Joseph Smith.

Ó, kom þú örugg Herrans heilög sveit“ (Sálmar, nr. 13; myndband, thetabernaclechoir.org/videos/come-come-ye-saints-mormon-tabernacle-choir).

Faith in Every Footstep [Trú við hvert fótmál]“ (myndband, thetabernaclechoir.org/videos/faith-in-every-footstep).

Bæta kennslu okkar

Einblínið á sanna kenningu. Þið getið gefið vitnisburð ykkar um kenningarlegan sannleika út alla kennsluna, ekki einungis í upphafi hennar. Heilagur andi mun staðfesta sannleika kenningarinnar í hjörtum þeirra sem þið kennið, ef þið gerið það. (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 21.)