Kenning og sáttmálar 2021
29. nóvember – 5. desember. Kenning og sáttmálar 137–138: „Sýnin um endurlausn hinna dánu“


„29. nóvember – 5. desember. Kenning og sáttmálar 137–138: ,Sýnin um endurlausn hinna dánu‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„29. nóvember – 5. desember. Kenning og sáttmálar 137–138,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

fólk í andaheiminum

Joseph sér föður sinn, móður og bróður í himneska ríkinu (Sýn Josephs Smith í himneska ríkið, eftir Robert T. Barrett).

29. nóvember – 5. desember

Kenning og sáttmálar 137–138

„Sýnin um endurlausn hinna dánu“

Dallin H. Oaks forseti kenndi: Öll getum við velt fyrir okkur hvernig aðstæður í andaheiminum eru. … En við skulum ekki kenna eða nota, sem opinberar kenningar, eitthvað sem uppfyllir ekki þann staðal að vera opinber kenning“ („Treystið Drottni,“ aðalráðstefna, október 2019). Gætið þess að umræða ykkar hafi ritningarnar að grundvelli og orð spámannanna.

Skráið hughrif ykkar

táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Það eru mörg innblásin kenningarleg sannindi í Kenningu og sáttmálum 137–38. Biðjið meðlimi bekkjarins að skrá eitthvað af þeim. Þið getið síðan gefið ykkur nokkrar mínútur til að fara saman yfir það sem skráð var og rætt af hverju þessi atriði eru þeim mikilvæg. Lærðu einhverjir eitthvað í þessum köflum sem þeir höfðu ekki skilning á áður?

táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Kenning og sáttmálar 137; 138:32–37

Hver einasta sála mun fá tækifæri til að velja himneska dýrð.

  • Mörg okkar þekkja fólk sem ekki gafst kostur á að taka á móti fagnaðarerindinu í þessu lífi – einnig þeir sem dóu sem börn. Biðjið meðlimi bekkjarins að miðla sannleika sem þeir finna í kafla 137 sem hjálpar þeim að skilja áætlun Guðs fyrir þessa einstaklinga. Hvaða sannleika finnum við í Kenningu og sáttmálum 138:32–37 sem eykur skilning okkar á áætlun Guðs? Meðlimir bekkjarins gætu sagt frá því hvaða tilfinningar þessi sannleikur vekur til himnesks föður, sáluhjálparáætlunar hans og friðþægingar Jesú Krists. Tilvitnunin í „Fleiri heimildir“ gæti verið gagnleg umræðum ykkar.

Kenning og sáttmálar 138:1–11, 25–30

Lestur og ígrundun ritninganna býr okkur undir að meðtaka opinberun.

  • Sú reynsla sem Joseph F. Smith lýsir í Kenningu og sáttmálum 138:1–11, 25–30 gerir okkur mögulegt að skilja hvernig við getum búið okkur undir að meðtaka opinberun. Meðlimir bekkjarins gætu ef til vill unnið saman að því að læra um opinberun í þessum versum. Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að segja frá því hvernig lestur og ígrundun ritninganna hefur búið þá undir að meðtaka opinberun (sjá einnig Joseph Smith – Saga 1:11–12).

  • Boðskapur M. Russells Ballard „Sýnin um endurlausn hinna dánu“ (aðalráðstefna, október 2018) segir frá „[ævilöngum undirbúningi] Josephs F. Smith, að því að meðtaka þessa merkilegu sýn“ [Kenning og sáttmálar 138].“ Ef meðlimir bekkjar ykkar lesa boðskap Ballards forseta í þessari viku, skuluð þið hvetja þá til að miðla einhverju sem vakti áhuga þeirra. Þið gætuð líka þess í stað lesið hluta af þessum boðskap sem námsbekkur. Hvað vekur áhuga okkar á lífi og persónuleika Smiths forseta? Hvað getum við lært af fordæmi hans?

    málverk af Joseph F. Smith

    Joseph F. Smith, eftir Albert E. Salzbrenner

Kenning og sáttmálar 138:12–60

Sáluhjálparstarfið heldur áfram eftir dauðann.

  • Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að uppgötva sannleika í Kenningu og sáttmálum 138:12–60, gætuð þið fengið þeim nokkrar spurningar um andaheiminn sem finna má svör við í þessum versum. Dæmi: Hvað gerði frelsarinn meðan hann dvaldi í andaheiminum? Hverjir eru sendiboðar Drottins og hver er boðskapur þeirra? Meðlimir bekkjarins gætu valið eina eða fleiri þessara spurninga og unnið í fámennum hópum við að leita svara. Eftir það gætu þeir miðlað hver öðrum sannleikanum sem þeir fundu. Hvaða áhrif hefur þessi sannleikur á líf ykkar?

  • Hvað myndum við segja við einhvern sem spyrði: „Hvað gerist við dauðann?“ Hverju myndum við miðla í Kenningu og sáttmálum 138:12–60 sem mögulega gæti svarað þessari spurningu? (sjá einnig Alma 40:11–15).

táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Áætlun Guðs sér öllum börnum hans sem taka á móti fagnaðarerindinu fyrir leið.

Henry B. Eyring forseti kenndi:

„Aðeins fámennur hópur barna Guðs hlýtur í þessu lífi fullan skilning á áætlun Guðs og aðgang að helgiathöfnum og sáttmálum prestdæmisins, sem gerir friðþægingarkraft frelsarans fyllilega virkan í lífi okkar. …

Sumir gætu talið þetta ósanngjarnt. Þeir gætu jafnvel sagt það sönnun þess að engin áætlun væri í raun gangi, engin sérstök ákvæði um sáluhjálp – og fundist réttvís og kærleiksríkur Guð ekki geta hafa gert áætlun bara fyrir svo lítinn hluta barna sinna. Einhverjir gætu líka ályktað sem svo að Guð hefði ákveðið fyrirfram hvert barna sinna hann hygðist frelsa og gert þeim fagnaðarerindið mögulegt og að þau sem aldrei heyrðu fagnaðarerindið væru einfaldlega ekki ‚útvalin.‘

Við vitum þó, vegna hins endurreista sannleika fyrir tilverknað spámannsins Josephs Smith, að áætlun Guðs er mun kærleiksríkari og réttvísari en það. Himneskur faðir þráir heitt að safna saman og blessa alla sína fjölskyldu. Þótt hann viti að allir velji ekki að vera með í samansöfnunni, þá gefur áætlun hans hverju barna hans kost á að taka á móti eða hafna boði hans“ („Samansöfnun fjölskyldu Guðs,“ aðalráðstefna, apríl 2017).

Bæta kennslu okkar

Notið orð spámanna. „Ritningarnar og orð síðari daga spámanna og postula eru sá sannleikur sem við kennum. Hvetjið þá sem þið kennið við hvert tækifæri til að kanna orð Guðs sér til leiðsagnar“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 21).